Sex laxar höfðu sloppið úr eldi

Laxeldi í sjókvíum.
Laxeldi í sjókvíum. mbl.is/RAX

Af tólf löxum, sem bárust Hafrannsóknastofnun í haust frá Mjólká og Laugardalsá á Vestfjörðum, báru sex einkenni þess að hafa átt uppruna að rekja til eldis. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar stofnunarinnar, sem nú hafa verið kynntar.

Fram kemur að laxarnir hafi fengist frá eftirlitsmanni Fiskistofu, sem veitt hafði ellefu þeirra í Mjólká í Borgarfirði, sem er inn af Arnarfirði, og fengið einn lax til viðbótar hjá veiðimanni sem verið hafði að veiðum í Laugardalsá. Grunur lék á um að laxarnir hefðu strokið úr eldi.

Stofnunin ljósmyndaði og kyngreindi laxana, mældi lengd þeirra og þyngd, og mat útlit þeirra. Einnig voru tekin erfðasýni og send til greiningar hjá Matís ohf. og sýnin borin saman við arfgerðir eldislaxa af norskum uppruna og náttúrulegra íslenskra laxa.

Erfðagreining staðfesti eldisuppruna þessara sex laxa og náttúrulegan uppruna hinna sex, sem  ekki báru sjáanleg eldiseinkenni. Kynþroskastig eldislaxanna var þá metið frá þremur til fimm, sem benda þykir til að þeir hafi stefnt á hrygningu seinna um haustið. Lýs sem fundust á löxunum voru allar greindar sem laxalýs og fannst á bilinu 1-39 á hverjum laxi.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.10.18 302,74 kr/kg
Þorskur, slægður 19.10.18 325,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.10.18 212,05 kr/kg
Ýsa, slægð 19.10.18 164,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.10.18 100,35 kr/kg
Ufsi, slægður 19.10.18 140,98 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 19.10.18 300,01 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.10.18 226,00 kr/kg
Blálanga, slægð 19.10.18 299,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.10.18 Lágey ÞH-265 Lína
Þorskur 1.759 kg
Ýsa 1.248 kg
Tindaskata 190 kg
Samtals 3.197 kg
19.10.18 Bylgja VE-075 Botnvarpa
Ýsa 26.444 kg
Þorskur 22.609 kg
Ufsi 408 kg
Karfi / Gullkarfi 250 kg
Steinbítur 126 kg
Hlýri 103 kg
Skarkoli 9 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 8 kg
Samtals 49.957 kg
19.10.18 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 2.089 kg
Ýsa 116 kg
Ufsi 60 kg
Skarkoli 16 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 8 kg
Karfi / Gullkarfi 6 kg
Langa 4 kg
Samtals 2.299 kg

Skoða allar landanir »