Sex laxar höfðu sloppið úr eldi

Laxeldi í sjókvíum.
Laxeldi í sjókvíum. mbl.is/RAX

Af tólf löxum, sem bárust Hafrannsóknastofnun í haust frá Mjólká og Laugardalsá á Vestfjörðum, báru sex einkenni þess að hafa átt uppruna að rekja til eldis. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar stofnunarinnar, sem nú hafa verið kynntar.

Fram kemur að laxarnir hafi fengist frá eftirlitsmanni Fiskistofu, sem veitt hafði ellefu þeirra í Mjólká í Borgarfirði, sem er inn af Arnarfirði, og fengið einn lax til viðbótar hjá veiðimanni sem verið hafði að veiðum í Laugardalsá. Grunur lék á um að laxarnir hefðu strokið úr eldi.

Stofnunin ljósmyndaði og kyngreindi laxana, mældi lengd þeirra og þyngd, og mat útlit þeirra. Einnig voru tekin erfðasýni og send til greiningar hjá Matís ohf. og sýnin borin saman við arfgerðir eldislaxa af norskum uppruna og náttúrulegra íslenskra laxa.

Erfðagreining staðfesti eldisuppruna þessara sex laxa og náttúrulegan uppruna hinna sex, sem  ekki báru sjáanleg eldiseinkenni. Kynþroskastig eldislaxanna var þá metið frá þremur til fimm, sem benda þykir til að þeir hafi stefnt á hrygningu seinna um haustið. Lýs sem fundust á löxunum voru allar greindar sem laxalýs og fannst á bilinu 1-39 á hverjum laxi.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.19 274,16 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.19 349,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.19 272,53 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.19 258,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.19 84,16 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.19 125,30 kr/kg
Djúpkarfi 16.1.19 253,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.19 258,20 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.1.19 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.19 Hilmir ST-001 Landbeitt lína
Þorskur 2.428 kg
Ýsa 1.518 kg
Samtals 3.946 kg
21.1.19 Hafrún Ís54 ÍS-054 Lína
Þorskur 2.640 kg
Ýsa 364 kg
Steinbítur 207 kg
Langa 70 kg
Keila 5 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 3.289 kg
21.1.19 Sólrún EA-151 Lína
Þorskur 2.906 kg
Ýsa 2.384 kg
Karfi / Gullkarfi 194 kg
Hlýri 55 kg
Keila 15 kg
Langa 11 kg
Grálúða / Svarta spraka 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 5.571 kg

Skoða allar landanir »