Fyrsta nýsmíðin í 72 ára sögu VSV

Sigurgeir Brynjar, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Ljósmynd/Atli Rúnar

Mikil hátíðarhöld voru í Vestmannaeyjum í gær við upphaf sjómannadagshelgarinnar þegar nýjum skuttogara Vinnslustöðvarinnar Breka VE var gefið nafn og hann blessaður. Breki kom til landsins í byrjun síðasta mánaðar en hann var smíðaður í skipasmíðastöðinni Huanghai í Kína. Smíðin hófst árið 2014.

Það var Kristín Gísladóttir, hluthafi í Vinnslustöðinni og fyrrverandi stjórnarmaður, sem gaf skipinu nafn. Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Viðar Stefánsson blessuðu. 

Magnús Ríkarðsson skipstjóri með prestunum Viðari og Guðmundi í brúnni.
Magnús Ríkarðsson skipstjóri með prestunum Viðari og Guðmundi í brúnni. Ljósmynd/Atli Rúnar

Systurskip Breka er togarinn Páll Pálsson í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal. Breki er fyrsta nýsmíði Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í 72 ára sögu félagsins.

Nýta góðærið til fjárfestinga og endurnýjunar

„Árið 2007 greiddi Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum skatt í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fram að því var Vinnslustöðin rekin með tapi eins og allur sjávarútvegurinn. Fyrst núna hafa fyrirtækin náð þeim styrk að þau treysti sér til þess að smíða skipin sjálf,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, flutti ávarp í fjarveru …
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, flutti ávarp í fjarveru Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Ljósmynd/Atli Rúnar

Hann segir stöðu Vinnslustöðvarinnar vera að versna með versnandi samkeppnishæfni en fyrirtækið hafi nýtt góðærið til að endurnýja skip og verksmiðju. Alls hefur fyrirtækið fjárfest fyrir átta milljarða króna og mikil uppbygging átt sér stað síðan 2016.

Einar Þór Sverrisson, varaformaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar, flutti ávarp. Sagði hann …
Einar Þór Sverrisson, varaformaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar, flutti ávarp. Sagði hann fátt skipta Íslendinga jafn miklu máli og öflugur sjávarútvegur. Greinin biðji ekki um meira en að henni verði tryggt umhverfi og aðstæður af mannavöldum til að hún megi dafna áfram. Ljósmynd/Atli Rúnar

Þar má nefna nýja frystigeymslu sem var tekin í notkun síðasta haust en gefið nafn í gær, Kleifarfrost, nýtt uppsjávarhús og endurnýjun uppsjávarskipaflota VSV. Þá jók VSV við aflaheimildir með kaupum á útgerðarfélaginu Glófaxa á síðasta ári.

Kristín Gísladóttir, hluthafi í Vinnslustöðinni og fyrrverandi stjórnarmaður, gaf Breka …
Kristín Gísladóttir, hluthafi í Vinnslustöðinni og fyrrverandi stjórnarmaður, gaf Breka nafn. Flaskan brotnaði í fyrstu tilraun. Ljósmynd/Atli Rúnar

„Breki mun veiða aflann sem togararnir Sindri og Gullberg veiddu áður. Aflinn er þannig á við tvö skip en Breki eyðir minni olíu en annað þeirra. Það er ljóst að skipið er mjög hagkvæmt,“ segir Binni.

Binni vonast til þess að hægt verði að fara í fyrsta prufutúrinn núna í júní og að skipið verði komið í reglulegan rekstur í júlí. 

Fjöldi Eyjamanna voru á hafnarbakkanum og fylgdust með athöfninni. Gestum …
Fjöldi Eyjamanna voru á hafnarbakkanum og fylgdust með athöfninni. Gestum var boðið að skoða skipið og nýju frystigeymsluna að athöfn lokinni. Ljósmynd/Atli Rúnar
Einar Þór Sverrisson, varaformaður stjórnar VSV (t.h.), í nýju frystigeymslunni. …
Einar Þór Sverrisson, varaformaður stjórnar VSV (t.h.), í nýju frystigeymslunni. 28 stiga frost er þar inni. Ljósmynd/Atli Rúnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.24 401,44 kr/kg
Þorskur, slægður 27.3.24 443,15 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.3.24 183,92 kr/kg
Ýsa, slægð 27.3.24 136,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.3.24 107,02 kr/kg
Ufsi, slægður 27.3.24 189,28 kr/kg
Gullkarfi 27.3.24 143,21 kr/kg
Litli karfi 27.3.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 27.3.24 120,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.3.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.961 kg
Þorskur 217 kg
Samtals 3.178 kg
28.3.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 4.013 kg
Samtals 4.013 kg
28.3.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 898 kg
Þorskur 92 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.003 kg
28.3.24 Fengur EA 207 Grásleppunet
Grásleppa 1.217 kg
Þorskur 104 kg
Skarkoli 14 kg
Rauðmagi 4 kg
Samtals 1.339 kg

Skoða allar landanir »