Óeining í minnihlutanum skapar óvissu

Enn er ekki ljóst hvert framhaldið verður varðandi þinghald þar ...
Enn er ekki ljóst hvert framhaldið verður varðandi þinghald þar sem eftir er að ganga frá samningi um veiðigjöld. mbl.is/​Hari

Stíft er fundað milli atkvæðagreiðslna og á meðan umræður standa á Alþingi í dag. Fulltrúar minnihlutans hafa hist með hléum það sem af er degi, en tillaga meirihluta atvinnuveganefndar varðandi veiðigjöld hefur þótt umdeild og liggur fyrir tilboð frá meirihlutanum til þess að ná sáttum í málinu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, staðfesti við fjölmiðla í gær að hún teldi rétt að leggja til óbreytt veiðigjöld, en jafnframt að það væri gegn því að sátt náðist í öðrum atriðum er varða þinghald. Nákvæmlega hvaða atriði það eru, er ekki ljóst á þessu stigi.

Afstaða breytt á „klukkutíma fresti“

Fulltrúar minnihlutans funda nú um þessar stundir um hvort skal ganga við kröfum meirihlutans. Ekki liggur fyrir hvaða kröfur minnihlutinn gerir til þess að ákvörðun verði tekin um lengd þinghalds og annarra mála. Virðist sem deilurnar snúast um fleiri þætti en veiðigjöld bæði af hálfu meirihlutans og minnihlutans.

Heimildir mbl.is innan minnihlutans segja að meirihlutinn hafi boðið upp á ástandið þar sem útspil Katrínar hafi opnað á samninga um fleiri mál og lengd þinghalds. Hinsvegar hefur það ekki verið krafa minnihlutans að samningur um veiðigjöld yrði tengdur öðrum málum, en nú hefur skapast tækifæri til þess að semja um önnur mál á dagskrá þingsins.

Innan meirihlutans heyrist að staðan er honum heldur óþægileg, meðal annars vegna þess hve sundraður minnihlutinn er. Var sagt við blaðamann að það væri stöðugt vera að semja um eitthvað nýtt þar sem flokkar minnihlutans væru ósamstíga. „Afstaða þeirra breytist á klukkutíma fresti,“ sagði einn viðmælandi blaðamanns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.19 330,47 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.19 316,34 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.19 195,16 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.19 206,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.19 116,09 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.19 170,32 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.19 178,91 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.19 Fálkatindur NS-099 Grásleppunet
Þorskur 984 kg
Grásleppa 491 kg
Samtals 1.475 kg
21.3.19 Glettingur NS-100 Grásleppunet
Þorskur 972 kg
Grásleppa 430 kg
Ýsa 54 kg
Sandkoli 10 kg
Samtals 1.466 kg
21.3.19 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 1.710 kg
Langa 838 kg
Lýsa 390 kg
Samtals 2.938 kg
21.3.19 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Þorskfisknet
Þorskur 5.411 kg
Samtals 5.411 kg

Skoða allar landanir »