Laun tveggja manna í veiðigjöld

Um 50 manns af ýmsu þjóðerni starfa hjá Íslandssögu við ...
Um 50 manns af ýmsu þjóðerni starfa hjá Íslandssögu við ýmis störf. mbl.is/Golli

Fiskvinnslan Íslandssaga á Suðureyri sagði upp 10 beitningamönnum um mánaðamót. Fyrirtækið áformar að kaupa bát og búnað til að vélbeita á sjó. Það er talið hagkvæmara, sérstaklega vegna hárra veiðigjalda, að sögn framkvæmdastjórans.

„Það er orðinn of mikill kostnaður við að gera út á landbeitta línu, eftir að þessi ofurháu veiðigjöld komu til sögunnar,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu í Morgunblaðinu í dag. Hann segir það helstu ástæðuna fyrir uppsögnunum.

Fyrirtækið er að kanna möguleika á að fjárfesta í bát með beitningavél í stað þeirra tveggja báta sem það gerir nú út. Fjórir sjómenn eru á bátunum og þeim var ekki sagt upp. Beitningamennirnir hafa mislangan uppsagnarfrest, flestir þrjá mánuði.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.6.18 221,07 kr/kg
Þorskur, slægður 21.6.18 283,35 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.6.18 280,29 kr/kg
Ýsa, slægð 21.6.18 188,91 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.6.18 67,39 kr/kg
Ufsi, slægður 21.6.18 106,73 kr/kg
Djúpkarfi 19.6.18 93,00 kr/kg
Gullkarfi 21.6.18 103,40 kr/kg
Litli karfi 11.6.18 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.6.18 280,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.6.18 Lundi ST-011 Handfæri
Þorskur 779 kg
Samtals 779 kg
21.6.18 Rúnar AK-077 Handfæri
Þorskur 297 kg
Karfi / Gullkarfi 12 kg
Samtals 309 kg
21.6.18 Snorri ST-024 Handfæri
Þorskur 756 kg
Samtals 756 kg
21.6.18 Trausti EA-098 Handfæri
Þorskur 742 kg
Samtals 742 kg
21.6.18 Haraldur MB-018 Handfæri
Þorskur 452 kg
Samtals 452 kg

Skoða allar landanir »