„Tómt klúður“

Undir yfirlýsinguna rita Axel Helgason, formaður LS, og Örn Pálsson, ...
Undir yfirlýsinguna rita Axel Helgason, formaður LS, og Örn Pálsson, framkvæmdastjóri sambandsins. mbl.is/Ófeigur

„Smábátaeigendur eru slegnir yfir þeirri ákvörðun stjórnvalda að hafa ekki enn leiðrétt veiðigjald hjá litlum og meðalstórum útgerðum. Þingmenn í öllum flokkum ásamt ráðherrum hafa lýst því yfir að þar sé vandinn gríðarlegur.“

Þetta segir í yfirlýsingu frá Landssambandi smábátaeigenda, en þar er bent á að hreint vonleysi ríki hjá útgerðum af þessari stærð, eins og samgönguráðherra hafi komist að orði.

Afkoma greinarinnar versnað til muna

„Rúmt ár er liðið frá því að LS vakti máls á aðsteðjandi erfiðleikum. Bent var á að samtímis lækkandi fiskverði væru fyrirsjáanlegar hækkanir á veiðigjaldi í þorski sem næmi tugum prósenta,“ segir enn fremur í tilkynningunni og er vísað til skýrslu sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegsráðherra, lét vinna og sem birt var á vef ráðuneytisins í mars síðastliðnum.

„Skýrslan staðfesti að afkoma greinarinnar hafði versnað til muna. Öll álitaefni voru því ljós og ekkert til fyrirstöðu að kynna nýtt frumvarp.“

Þó hafi ekkert bólað á frumvarpi frá sjávarútvegsráðherra, þrátt fyrir að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri ákvæði um að endurskoða ætti lög um veiðigjöld og að þau tækju tillit til afkomu.

„LS þótti það undarlegt í ljósi þess að óbreyttu yrðu engin veiðigjöld innheimt eftir 1. september og ríkissjóður yrði því af tekjum sem fjármálaráðherra gerði ráð fyrir í fjármálaáætlun.“

Fullyrt er að þau vinnubrögð sem átti hafi sér stað ...
Fullyrt er að þau vinnubrögð sem átti hafi sér stað í þessu máli séu stjórnvöldum til vansa. mbl.is/Sigurður Bogi

„Flestir kannast við eftirleikinn“

Sambandið hafi þá þrýsti á að í væntanlegu frumvarpi, sem óhjákvæmilegt væri að kæmi fram, yrði leiðrétt misvægi sem myndast hefði á gjaldinu. Hallað hefði á litlar og meðalstórar útgerðir samhliða að hlutdeild uppsjávarskipa í gjaldinu hefði lækkað.

„Þrátt fyrir framangreint mælti sjávarútvegsráðherra ekki fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um veiðigjald. Þegar allt var komið í eindaga var eina leiðin að fá atvinnuveganefnd til að flytja frumvarpið. Flestir kannast við eftirleikinn. Tómt klúður.

Vitað var að stjórnarandstaðan var andvíg að sama lækkun næði til alls flotans. Hins vegar var ljóst að hún var fús að skoða leiðréttingu í formi lækkunar til lítilla og meðalstórra útgerða. Á það virðist ekki hafa reynt.“

Leiðrétting þoli enga bið

Fullyrt er loks að þau vinnubrögð sem átti hafi sér stað í þessu máli séu stjórnvöldum til vansa.

„Í umsögn LS um frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar, sem þingið hafnaði að kæmist á dagskrár, var lögð áhersla á lágmarksbreytingu. Núverandi afsláttur yrði hækkaður á litlar og meðalstórar útgerðir, alls 924 talsins. Leiðréttingin næði ekki til útgerða þar sem reiknað veiðigjald var umfram 11 milljónir á fiskveiðiárinu 2016/2017.  

Landssamband smábátaeigenda telur leiðréttingu ekki þola neina bið og skorar á Alþingi að breyta lögum um veiðigjöld, áður en til þingfrestunar kemur, í þá átt sem hér er lagt til. Með því væri það svartnætti sem ríkir hjá litlum og meðalstórum útgerðum varðandi áframhaldandi rekstur burtu rekið.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.12.18 353,19 kr/kg
Þorskur, slægður 12.12.18 386,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.12.18 292,56 kr/kg
Ýsa, slægð 12.12.18 287,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.18 123,57 kr/kg
Ufsi, slægður 12.12.18 110,71 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 12.12.18 270,48 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.18 192,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.12.18 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 1.874 kg
Langa 138 kg
Ýsa 101 kg
Keila 24 kg
Ufsi 10 kg
Karfi / Gullkarfi 10 kg
Samtals 2.157 kg
12.12.18 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Þorskur 126 kg
Ýsa 117 kg
Steinbítur 10 kg
Langa 8 kg
Samtals 261 kg
12.12.18 Tjálfi SU-063 Dragnót
Ýsa 392 kg
Þorskur 129 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 532 kg

Skoða allar landanir »