Vitund í öryggismálum verður sífellt sterkari

Lykkju er brugðið um fólk og hún svo fest við ...
Lykkju er brugðið um fólk og hún svo fest við vír og krók. Gunnar Guðmundur Arndísarson bíður björgunar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þarna er fuglinn,“ sagði kennarinn við nemendur sína sem stóðu á dekki björgunarskipsins Ásgríms S. Björnssonar, sem skreið út Sundin við Reykjavík. Allt stóð þetta heima; í vestri yfir Engey kom TF GNÁ og fór hratt yfir. Lækkaði flugið og var brátt yfir skipinu þar sem um borð var fólk fært í flestan sjó.

Allir voru komnir í vígalega galla og tilbúnir í svolitla æfingu á bláköldum veruleika. Sjómennskan er ekkert grín, var einhverju sinni sungið í slagara um frækna hafsins hetju. Slíkar eru til enn, en hafa þó kannski aðra ásýnd og stíl en var fyrr á tíð. Og sem betur fer eru þeir tímar liðnir að hafið taki á hverju ári fjölda mannslífa; að skip farist eða um borð verði slys þannig að fólk slasist eða láti lífið.

Sjómenn eiga allt sitt undir því að öryggismálin séu í lagi og því að geta brugðist við. Langt er síðan öllum sem stunda sjóinn til lengri tíma var gert skylt að sækja námskeið við Slysavarnaskóla sjómanna og í seinni tíð sækja um 2.500 manns á ári þennan skóla, sem hefur sannað gildi sitt fyrir margt löngu.

Sjá umfjöllun um nám við Slysavarnaskóla sjómanna í Morgunblaðinu í dag.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.1.19 259,95 kr/kg
Þorskur, slægður 18.1.19 372,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.1.19 240,15 kr/kg
Ýsa, slægð 18.1.19 252,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.1.19 89,35 kr/kg
Ufsi, slægður 18.1.19 136,86 kr/kg
Djúpkarfi 16.1.19 253,00 kr/kg
Gullkarfi 18.1.19 220,19 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.1.19 266,89 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.19 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Langa 72 kg
Keila 71 kg
Þorskur 9 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 157 kg
19.1.19 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 6.064 kg
Ýsa 194 kg
Steinbítur 44 kg
Langa 30 kg
Ufsi 8 kg
Samtals 6.340 kg
19.1.19 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 469 kg
Keila 446 kg
Langa 234 kg
Ýsa 187 kg
Ufsi 85 kg
Steinbítur 11 kg
Karfi / Gullkarfi 8 kg
Samtals 1.440 kg

Skoða allar landanir »