Hefja samstarf um fjármögnun verkefna

Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Sjávarklasans.
Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Sjávarklasans. Ljósmynd/Valgarður Gíslason

Arctica Finance og Íslenski sjávarklasinn hafa ákveðið að hefja samstarf sem lýtur að því að greina og þróa tækifæri í sjávarútvegi. Samstarfið snýr meðal annars að fjármögnun verkefna innanlands og erlendis á sviði útgerðar, fullvinnslu og líftækni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjávarklasanum. Segir þar að Húni Jóhannesson hafi verið ráðinn í hóp fyrirtækjaráðgjafar Arctica Finance sem leggi áherslu á sjávarútveg og sinni sameiginlegum verkefnum Arctica Finance og Sjávarklasans.

„Húni starfaði áður hjá Analytica, þar sem hann sinnti greiningum og ráðgjöf á sviði fjármála og efnahagsmála. Auk þess hefur hann sinnt stundakennslu við Háskólann á Bifröst. Húni er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MSc í bæði fjármálahagfræði og fjármálum fyrirtækja frá HÍ. Ásamt því hefur hann lokið prófi í verðbréfaviðskiptum,“ segir í tilkynningunni.

Húni Jóhannesson mun sinna sameiginlegum verkefnum Arctica Finance og Sjávarklasans.
Húni Jóhannesson mun sinna sameiginlegum verkefnum Arctica Finance og Sjávarklasans.

Stefnt að opnun sambærilegra klasa

Klasasamstarfið er sagt bjóða upp á samþættar hugmyndir og víðfeðmt tengslanet, sem m.a. telji systurklasa Íslenska sjávarklasans í Maine- og Massachusetts-ríkjum í Bandaríkjunum. Þá sé stefnt að opnun sambærilegra sjávarklasa í Evrópu og fleiri stöðum í Bandaríkjunum.

„Arctica Finance er verðbréfafyrirtæki sem einkum veitir fagfjárfestum og öðrum fjársterkum aðilum þjónustu í gegnum þrjú svið, eignastýringu, fyrirtækjaráðgjöf og markaðsviðskipti. Sérfræðingar Arctica Finance hafa komið að mörgum stærstu ráðgjafarverkefnum síðastliðinna ára.

Sjávarklasinn og Arctica Finance telja að með því að samnýta þá þekkingu og þau tengsl sem þessir aðilar búa yfir sé hægt að skapa fjölmörg spennandi tækifæri til vaxtar fyrir íslenskan sjávarútveg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,59 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,31 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,45 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.403 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 1.424 kg
23.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 4.243 kg
Þorskur 243 kg
Skarkoli 27 kg
Hlýri 12 kg
Samtals 4.525 kg
23.4.24 Kristinn ÞH 163 Grásleppunet
Grásleppa 1.765 kg
Þorskur 162 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.944 kg
23.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 653 kg
Þorskur 57 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 750 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,59 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,31 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,45 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.403 kg
Þorskur 21 kg
Samtals 1.424 kg
23.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 4.243 kg
Þorskur 243 kg
Skarkoli 27 kg
Hlýri 12 kg
Samtals 4.525 kg
23.4.24 Kristinn ÞH 163 Grásleppunet
Grásleppa 1.765 kg
Þorskur 162 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 1.944 kg
23.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 653 kg
Þorskur 57 kg
Skarkoli 40 kg
Samtals 750 kg

Skoða allar landanir »