Um tveir milljarðar fyrir grásleppu í ár

Komið með góðan afla til löndunar í upphafi grásleppuverðtíðar.
Komið með góðan afla til löndunar í upphafi grásleppuverðtíðar. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Verð fyrir grásleppu sem seld er á fiskmörkuðum hefur hækkað um rúm 17% í ár miðað við vertíðina 2017. Eigi að síður eru bátar á veiðum færri en í fyrra og segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, að kaupendur verði að gera betur til að fleiri sjái sér hag í að sækja grásleppuna.

„Í ár eru færri leyfi virk heldur en í fyrra og þó svo að verð hafi hækkað er það alls ekki nógu hátt. Í raun og veru eru þetta skýr skilaboð til kaupenda um að frekari verðhækkun verði að eiga sér stað á grásleppunni,“ segir Örn. Í ár hafa verið gefin út 209 leyfi til veiða, en í fyrra voru leyfin 230 á þessum tíma. Enn eru 39 grásleppubátar á veiðum og um 30 þeirra eru með netin á innanverðum Breiðafirði þar sem veiðar hefjast síðar en á öðrum svæðum.

Rúmlega 400 leyfi eru til grásleppuveiða, en stór hluti leyfanna hefur ekki verið virkjaður í ár. Á árunum 2000–2017 var fjöldi báta sem tók þátt í veiðunum á bilinu 139–369 á ári.

Byggt á grunni frá 1997

Það er Fiskistofa sem gefur út leyfi til grásleppuveiða og aðeins er hægt að fá eitt grásleppuleyfi á hvern bát á hverri vertíð. Eingöngu er heimilt að veita slík veiðileyfi þeim bátum sem áttu rétt til grásleppuveiða á vertíðinni 1997 og bátum sem komið hafa í þeirra stað.

Örn áætlar að úflutningsverðmæti grásleppu í ár verði alls um tveir milljarðar. Grásleppan er nánast eingöngu seld óskorin, í beinni sölu eða á fiskmarkaði. Meðalverð á mörkuðum það sem af er vertíð er 203 krónur fyrir kílóið.

Að sögn Arnar hefur vertíðin í ár gengið ágætlega í heildina, innanverður Breiðafjörður er undantekning. Þar hefur ótíð hamlað og afli verið lakari en oft áður og áætlar Örn að í innanverðum Breiðafirði sé veiðin um fimmtungi minni en í fyrra. Fyrri hluta vertíðar fyrir austan og norðan land gekk mun betur heldur en í fyrra.

Veiðum er stjórnað með dagafjölda og fjölda neta. Á þessari vertíð eru dagarnir 44 og ákveðnir með tilliti til þess að ekki verði veitt umfram það magn, sem Hafrannsóknastofnun leggur til. Stofnunin miðar við að ekki verði veitt umfram 5.497 tonn og segir Örn að útlit sé fyrir að afli endi í 4.400-4.500 tonnum. 

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.18 339,26 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.18 306,08 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.18 334,97 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.18 300,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.18 137,41 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.18 146,16 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 245,36 kr/kg
Gullkarfi 12.11.18 284,74 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.11.18 287,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.11.18 Friðrik Sigurðsson ÁR-017 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 10.686 kg
Samtals 10.686 kg
12.11.18 Þura AK-079 Landbeitt lína
Þorskur 533 kg
Ýsa 294 kg
Langa 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 835 kg
12.11.18 Kristján HF-100 Lína
Þorskur 285 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 298 kg
12.11.18 Blíðfari ÓF-070 Þorskfisknet
Þorskur 1.525 kg
Samtals 1.525 kg
12.11.18 Háey Ii ÞH-275 Lína
Þorskur 3.640 kg
Ýsa 536 kg
Tindaskata 102 kg
Hlýri 16 kg
Lýsa 3 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 4.299 kg

Skoða allar landanir »