Færeyingar hafa ekki áhyggjur af ímyndinni

Grindadráp hafa þótt umdeild um nokkra hríð.
Grindadráp hafa þótt umdeild um nokkra hríð. mbl.is/Árni Sæberg

Högni Höydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir grindhvalaveiðar þjóðarinnar umhverfisvænar og gerðar með virðingu fyrir dýrunum.

„Við lítum á okkur sem leiðtoga hvað varðar sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, þar sem við ofnýtum ekki auðlindina, berum gífurlega virðingu fyrir dýrunum og veiðum aðeins mjög lítinn hluta veiðistofnsins,“ segir Högni í sérstöku viðtali við fréttaveitu AFP um hvalveiðar Færeyinga.

Grindadrápin svonefndu, þar sem grindhvölum er smalað inn á grynningar og upp í fjöru áður en þeir eru skornir og drepnir í fjöruborðinu, hafa um nokkurt skeið þótt ógeðfelld, grimm og ómannúðleg að áliti dýraverndunarsinna. Þvertekur ráðherrann fyrir að sú sé raunin.

Tölfræði 450 ár aftur í tímann

„Grindhvalirnir eru hluti af lifandi auðlindum við strendur Færeyja. Við byggjum alla tilvist okkar, og nútímavæðingu þjóðfélagsins í átt að velferðarsamfélagi, á sjálfbærri nýtingu lifandi auðlinda hafsins,“ segir Högni.

„Grindhvalirnir hafa verið hluti af því í meira en þúsund ár. Í raun og veru lítum við á löggjöf okkar og framkvæmd veiðanna sem þá sjálfbærustu nýtingu lifandi auðlinda hafsins sem kostur er á. Við höfum tölfræði sem nær 450 ár aftur í tímann, þar sem sjá má að aldrei hefur verið veitt meira en sem nemur einu prósenti af grindhvalastofninum í Norður-Atlantshafi.“

Meiri innflutningur ella

„Ef við nýttum ekki hvalina þyrftum við að flytja inn kýr, nautakjöt, kjúkling og svo framvegis, sem að mínu mati er framleitt við verstu mögulegu aðstæður fyrir dýrin og ekki heldur á sjálfbæran hátt, heldur með hætti sem mengar umhverfi okkar og hefur leitt til eyðileggingar á næstum hverri einustu villtu og lifandi auðlind sem finnst í veröldinni.“

Blaðamaður AFP gengur þá hart að Högna og spyr hvort hvalveiðar séu í raun góðar fyrir jörðina.

„Innflutningur á kjöti myndi stækka kolefnisfótspor okkar. Er betra að kaupa kjöt úr iðnaði kjúklinga- eða kúaræktunar? Ég skil ekki sjónarmið sumra þessara dýraverndunarsamtaka og -stofnana, sem hafa þó að mínu mati mikilvægan tilgang þar sem þau beina athygli sinni að umhverfislegri framtíð heimsins. En þessar veiðar eru dæmi um bestu og umhverfisvænustu nýtingu lifandi auðlinda hafsins og, að mínu mati, einnig þær mest skjalfestu og virtustu.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.8.20 423,14 kr/kg
Þorskur, slægður 6.8.20 411,10 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.8.20 360,17 kr/kg
Ýsa, slægð 6.8.20 329,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.8.20 92,29 kr/kg
Ufsi, slægður 6.8.20 107,25 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 6.8.20 381,31 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.7.20 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Ísöld BA-888 Grásleppunet
Grásleppa 940 kg
Samtals 940 kg
7.8.20 Mars BA-074 Handfæri
Karfi / Gullkarfi 11 kg
Samtals 11 kg
7.8.20 Litlanes ÞH-003 Handfæri
Þorskur 5.114 kg
Karfi / Gullkarfi 49 kg
Samtals 5.163 kg
7.8.20 Ólafur Magnússon HU-054 Þorskfisknet
Þorskur 62 kg
Samtals 62 kg
7.8.20 Kristinn ÞH-163 Handfæri
Þorskur 3.779 kg
Samtals 3.779 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.8.20 423,14 kr/kg
Þorskur, slægður 6.8.20 411,10 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.8.20 360,17 kr/kg
Ýsa, slægð 6.8.20 329,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.8.20 92,29 kr/kg
Ufsi, slægður 6.8.20 107,25 kr/kg
Djúpkarfi 28.7.20 12,00 kr/kg
Gullkarfi 6.8.20 381,31 kr/kg
Litli karfi 7.7.20 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.7.20 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.8.20 Ísöld BA-888 Grásleppunet
Grásleppa 940 kg
Samtals 940 kg
7.8.20 Mars BA-074 Handfæri
Karfi / Gullkarfi 11 kg
Samtals 11 kg
7.8.20 Litlanes ÞH-003 Handfæri
Þorskur 5.114 kg
Karfi / Gullkarfi 49 kg
Samtals 5.163 kg
7.8.20 Ólafur Magnússon HU-054 Þorskfisknet
Þorskur 62 kg
Samtals 62 kg
7.8.20 Kristinn ÞH-163 Handfæri
Þorskur 3.779 kg
Samtals 3.779 kg

Skoða allar landanir »