Láta kanna afskriftir tengdar Guðmundi

Guðmundur Kristjánsson keypti nýverið rúmlega 34 prósenta hlut í HB …
Guðmundur Kristjánsson keypti nýverið rúmlega 34 prósenta hlut í HB Granda. mbl.is/Kristinn Magnúson

Hluthafar Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum samþykktu á hluthafafundi félagsins í morgun að fara fram á rannsókn á skuldaafskriftum Landsbankans gagnvart félögum tengdum Guðmundi Kristjánssyni. Seil ehf., stærsti hluthafi í VSV, mun jafnframt fara fram á þessa rannsókn, þegar beiðnin verður lögð fram á næsta hluthafafundi Landsbankans.

Í ályktuninni sem samþykkt var í morgun segir að rannsakað verði hvort um óeðlilega undirverðlagningu hafi verið að ræða þegar félagi tengt Guðmundi var veitt heimild til að kaupa Brim hf. út úr gjaldþrota móðurfélagi sínu, Línuskipum ehf., og skilja Línuskip ehf., eftir sem eignalaust félag með milljarðaskuld við bankann.

Brim hf. á 32,88 prósenta hlut í Vinnslustöðinni. Eigendur Brims samkvæmt ársreikningi fyrir 2016 eru Línuskip með 46,9 prósenta hlut, Stilla útgerð með 36,89 prósent og Fiskines með 14,63 prósenta hlut.

Seil ehf. og Brim eiga alls samtals nærri 74 prósent alls hlutafjárs Vinnslustöðvarinnar, en Seil er stærsti hluthafinn með 40,89 prósenta eignarhlut í VSV. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja á 5,64 prósent og sjö einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum eiga á milli 1,54 til 3,33 prósenta hlut. Aðrir minna.

Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinna, tekur á móti nýju skipi VSV í …
Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinna, tekur á móti nýju skipi VSV í byrjun þessa mánaðar. mbl.is

Í samtali við mbl.is segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, að VSV og Seil ehf. ætli að vinna rannsóknarbeiðni fyrir næsta hluthafafund Landsbankans en félögin eru bæði hluthafar í bankanum í gegnum Sparisjóð Vestmannaeyja. „Þar verður kannað hvernig það getur verið að maður sem hefur fengið afskrifaða 15 til 20 milljarða hjá bankanum sé kominn með 40 til 50 milljarða króna lán aftur,“ segir Binni en Landsbankinn fjármagnaði nýlega 21,7 milljarða króna kaup Guðmundar á 34,01 prósenta hlut í HB Granda.

Hluthafafundurinn í morgun var haldinn að kröfu Brims til að afgreiða tillögu um að rannsaka lánveitingar Vinnslustöðvarinnar hf. til tveggja starfsmanna og hluthafa í Vinnslustöðinni á árinu 2008. Einungis tíu prósent hluthafa þurfa að vera samþykkir til þess að slík rannsókn fari fram.

Stjórnarformaður VSV hvatti Brim til að draga tillöguna til baka og greiddu aðrir hluthafar en fulltrúar Brims atkvæði gegn tillögunni. Ekki náðist í Guðmund Kristjánsson við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,66 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,78 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,83 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,66 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,78 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,83 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »