Ekki rétt að endurskoða hvalveiðina

Frá Hvalstöðinni í Hvalfirði. Mynd úr safni.
Frá Hvalstöðinni í Hvalfirði. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir stefnu Íslands í hvalveiðimálum byggjast á því að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins og telur ekki rétt að endurskoða hvalveiðistefnuna.

Þetta segir ráðherra í svari sínu við þrískiptri fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, en svarið birtist á vef Alþingis í gær.

Þorgerður Katrín spurði ráðherra hvort hann hefði kannað möguleikann á því að afturkalla leyfi Hvals hf. til langreyðaveiða í sumar í ljósi „heildarhagsmuna Íslands og lítillar eftirspurnar eftir hvalaafurðum“ og hvort hann teldi lagalegan grundvöll til slíkrar afturköllunar.

Kristján Þór telur svo ekki vera, þar sem veiðileyfum hafi þegar verið úthlutað og að erfitt væri að sýna fram á að afturköllun leyfis myndi ekki verða til tjóns fyrir Hval hf., en samkvæmt stjórnsýslulögum geta stjórnvöld afturkallað ákvarðanir af eigin frumkvæði þegar slík afturköllun verði aðilum ekki til tjóns.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Valli

Þá vísar Kristján Þór til álits ríkislögmanns um þetta efni frá 2016, þar sem m.a. fram kom að reglugerð nægi ekki til að banna veiðar á langreyðum almennt, heldur verði að banna þær veiðar með lögum. Það styðjist m.a. við 75. gr. stjórnarskrár Íslands, þar sem segir að lagafyrirmæli þurfi ef skerða eigi atvinnufrelsi.

Beðið eftir skýrslu um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða

Þorgerður Katrín spurði Kristján Þór einnig að því hvort hann teldi ástæðu til að óttast að langreyðaveiðar Hvals hf. gætu haft neikvæð áhrif á viðskipti með íslenskar sjávarútvegs- og landbúnaðarvörur og hvort hann væri tilbúinn að að grípa til mótvægisaðgerða vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa á útflutnings íslenskra vara.

Kristján Þór vísaði í því svari til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2010 um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, þar sem kom fram að þjóðhagslega hagkvæmt teldist að halda hvalveiðum áfram. Ráðherra hefur þó óskað eftir uppfærðri skýrslu um þetta sama efni.

„Áður en niðurstöður þessarar vinnu liggja fyrir er að mati ráðherra hvorki tímabært að draga ályktanir varðandi hugsanleg neikvæð áhrif hvalveiða á viðskipti með íslenskar sjávar- og landbúnaðarvörur né að grípa til mótvægisaðgerða,“ segir í svari Kristjáns Þór, en í maí var gefið út að ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða ætti að liggja fyrir í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 499,72 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 368,33 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 198,06 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,13 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,84 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Skarkoli 929 kg
Steinbítur 310 kg
Sandkoli 23 kg
Samtals 1.262 kg
18.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 688 kg
Þorskur 165 kg
Samtals 853 kg
18.4.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.035 kg
Steinbítur 182 kg
Ufsi 92 kg
Ýsa 32 kg
Hlýri 7 kg
Langa 4 kg
Skarkoli 3 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.357 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 499,72 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 368,33 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 198,06 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,13 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,84 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Skarkoli 929 kg
Steinbítur 310 kg
Sandkoli 23 kg
Samtals 1.262 kg
18.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 688 kg
Þorskur 165 kg
Samtals 853 kg
18.4.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.035 kg
Steinbítur 182 kg
Ufsi 92 kg
Ýsa 32 kg
Hlýri 7 kg
Langa 4 kg
Skarkoli 3 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.357 kg

Skoða allar landanir »