Mikilvægt að eldislax rati ekki í árnar

Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva.
Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva.

„Auðvitað er þetta mjög miður að atvik af þessu tagi komi upp. Það er auðvitað aldrei hægt að útiloka að eitthvað slíkt gerist,“ segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, um göt sem fund­ust í gær á sjókví­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax í Tálknafirði.

Götin fundust við reglu­bundið eft­ir­lit starfs­manna og hefur viðbragðsáætl­un hefur verið virkjuð og voru rek­n­et lögð út við kvína til að koma í veg fyr­ir að fisk­ur slyppi út. Mat­væla­stofn­un, Um­hverf­is­stofn­un og Fiski­stofu hefur verið tilkynnt um atvikið.

Einar segir að verkefni fiskeldisins sé að að reyna að lágmarka hættuna á að skaði hljótist af. „Það sem menn verða að hafa í huga í þessu sambandi er að eitt er það að lax kunni að hafa sloppið úr kvíum og annað hvort fiskurinn geti haft neikvæð áhrif á lífríkið. Það sem við vitum í því sambandi er að það eru allar líkur á því að langstærstur hluti af þessum fiski drepist. Reynslan hefur sýnt það alls staðar að eldisfiskur á mjög erfitt með að lifa í hinu villta umhverfi.“

Fyrstu niðurstöður benda til þess að bilun í upphífingarbúnaði hafi orsakað tvö göt á nótapoka við sjókvíarnar. Ekki er ljóst hversu margir laxar hafa sloppið út.

Einar segir að mikilvægt sé að vakta árnar umhverfis sjókvíarnar. „Það er líka ljóst mál eins og fram hefur komið í áhættumati Hafrannsóknarstofnunar að hættan á erfðablöndun villta fisksins og eldisfisksins er mjög staðbundin og verkefnið er þá einfaldlega það að vakta árnar í kring til að koma í veg fyrir að eldisfiskur rati upp í árnar og það er að mínu mati ekki mjög flókið verk.“

Í fe­brú­ar laskaðist ein eldisk­ví fyr­ir­tæk­is­ins í óveðri með 500-600 tonn­um af eld­islaxi og dráp­ust um 53 þúsund fisk­ar.

Einar telur að ekki sé sérstök ástæða til að skoða verkferla hjá Arnarlaxi vegna atvikanna tveggja. „Málin eru ólík eðlis og það er augljóst mál að fyrirtækið hefur brugðist rétt við og í samræmi við allar reglur sem um þetta gilda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »