Kaupa íslenskan búnað í fjögur ný skip

Teikning af skipi Skinneyjar-Þinganess.
Teikning af skipi Skinneyjar-Þinganess.

Útgerðirnar Skinney-Þinganes og Gjögur hafa gert saming við íslenska fyrirtækið Micro um smíði á vinnslubúnaði í nýja togara hjá félögunum tveimur. Hvor útgerð um sig fær afhent tvö sams konar skip og er því alls um að ræða fjögur skip.

Skipin, sem búnaðurinn fer í, eru smíðuð hjá skipasmíðastöðinni VARD í Noregi og eru væntanleg til landsins á seinni hluta ársins 2019.

Að því er fram kemur í tilkynningu mun Micro annast hönnun, smíði og uppsetningu á vél- og hugbúnaðarbúnaðarhluta verkefnisins, en hugbúnaðurinn er unninn í samstarfi við Völku. Uppsetning mun eiga sér stað við komu skipanna til hafnar á Íslandi.

Teikning af skipi Gjögurs.
Teikning af skipi Gjögurs.

Lögð áhersla á öfluga kælingu

Búnaðurinn sem um ræðir nær til allrar vinnslu um borð í skipunum, eða frá því fiskurinn kemur lifandi um borð og þar til hann er kominn í kör niður í lest. Öll hönnun og smíði búnaðarins er unnin í nánu samstarfi við útgerðirnar þar sem horft er til þess að saman fari góð meðferð afla, framúskarandi nýting hráefnis og besta mögulega vinnuaðstaða háseta. Mikil áhersla er lögð á rétta blæðingu afla og öfluga kælingu, en það eykur gæði og verðmæti aflans.

„Það er afskaplega ánægjulegt að þessi öflugu útgerðarfélög velji að kaupa búnað af innlendum framleiðendum og styðja þannig við íslenskt hugvit,“ er haft eftir Gunnari Óla Sölvasyni, framkvæmdastjóra Micro.

„Uppbygging tækniþekkingar og framfara í sjávarútvegi er samstarfsverkefni sem snertir okkur öll beint og óbeint, þar sem hún stuðlar að aukinni vermætasköpun og virðisaukningu innanlands, skapar störf og eykur útflutningsverðmæti þeirrar sameiginlegu auðlindar sem fiskurinn okkar er.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.7.18 198,20 kr/kg
Þorskur, slægður 20.7.18 277,35 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.7.18 321,66 kr/kg
Ýsa, slægð 20.7.18 102,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.7.18 38,46 kr/kg
Ufsi, slægður 20.7.18 77,00 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 20.7.18 232,04 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.7.18 301,29 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.7.18 Svanur BA-413 Sjóstöng
Þorskur 206 kg
Samtals 206 kg
21.7.18 Sendlingur ÍS-415 Sjóstöng
Þorskur 201 kg
Samtals 201 kg
21.7.18 Særós RE-207 Handfæri
Þorskur 1.582 kg
Karfi / Gullkarfi 62 kg
Ufsi 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 1.661 kg
21.7.18 Sella GK-225 Handfæri
Þorskur 878 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Samtals 897 kg
21.7.18 Afi ÍS-089 Handfæri
Þorskur 396 kg
Karfi / Gullkarfi 29 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 435 kg

Skoða allar landanir »