„Nánast alveg dautt“

Beitir NK við löndun í Neskaupstað.
Beitir NK við löndun í Neskaupstað. Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason

„Við erum úti í Rósagarði og hérna er nánast alveg dautt. Við munum skanna svæðið fram á morgundaginn og ef ekkert gerist verður haldið til hafnar. Það verður þó að hafa það í huga að nauðsynlegt er að fara út og leita, annars gerist ekki neitt,“ segir Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni.

„Nú eru bara fjögur kolmunnaskip hérna á miðunum en það fimmta, Beitir, er á landleið.“

Fimm tonn á tímann „allt of lítið“

Kolmunnaveiðinni sem verið hefur á Þórsbanka og í Rósagarðinum virðist vera að ljúka að sinni, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar. Segir þar að Börkur NK hafi landað 1.700 tonnum í Neskaupstað á föstudag og Bjarni Ólafsson AK landað svipuðu magni daginn eftir.

Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti, tekur undir með Gísla og segir að afar lítið sé að hafa.

„Við erum á landleið með 320 tonn. Það hefur verið ákveðið að hvíla þetta um sinn. Aflinn hefur verið um það bil fimm tonn á tímann og það er allt of lítið,“ segir Sturla.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.19 344,56 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.19 319,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.19 199,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.19 206,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.19 119,28 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.19 170,32 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.19 173,53 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.3.19 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 300 kg
Steinbítur 236 kg
Samtals 536 kg
21.3.19 Kristinn ÞH-163 Þorskfisknet
Þorskur 5.605 kg
Samtals 5.605 kg
21.3.19 Hilmir ST-001 Landbeitt lína
Þorskur 2.727 kg
Ýsa 422 kg
Steinbítur 146 kg
Samtals 3.295 kg
21.3.19 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Ýsa 996 kg
Þorskur 569 kg
Skarkoli 129 kg
Steinbítur 105 kg
Lúða 11 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 11 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 1.822 kg

Skoða allar landanir »