Björgunaraðstæður góðar á Héraðsflóa

Magnús Pálmar Jónsson sigmaður fer niður til að sækja manninn.
Magnús Pálmar Jónsson sigmaður fer niður til að sækja manninn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Flugmaður í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar sem kölluð var út til björgunar þegar eld­ur kom upp í bát á Héraðsflóa í dag segir aðstæður þar hafa verið góðar. Vel gekk að hífa skipverjann í þyrluna, en hann hafði sjálfur komist í björgunarbát og var staddur skammt frá bátnum sem var í ljósum logum. 

„Björgunaraðgerðir gengu vel fyrir sig. Það voru fínar aðstæður og maðurinn var kominn í [björgunar]bát. Það var mikill reykur, dökkur reykur og smá olíubrák,“ segir Þórarinn Ingi Ingason, flugmaður í áhöfn Landhelgisgæslunnar sem tók þátt í björgunaraðgerðum á vettvangi, í samtali við mbl.is. Hann segir að skipverjinn hafi ekki borið nein einkenni reykeitrunar. „Hann var bara sprækur.“

Þórarinn Ingi Ingason flugmaður Landhelgisgæslunnar við björgunarstörf í dag.
Þórarinn Ingi Ingason flugmaður Landhelgisgæslunnar við björgunarstörf í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þórarinn Ingi segir að báturinn sem kviknaði í hafi verið frambyggður plastbátur, en hann hafi þó verið illgreinanlegur þegar þyrlan kom á staðinn þar sem stór hluti hans hafi þá þegar verið sokkinn. „Það var svo sem ekki mikið meira en neðri hluti bátsins sem maður sá,“ segir Þórarinn Ingi. 

Skipverjinn var fluttur með þyrlunni til Egilsstaða og lenti hann þar um kl. 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,63 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,96 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sædís EA 54 Handfæri
Ufsi 164 kg
Karfi 86 kg
Samtals 250 kg
24.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 1.289 kg
Grásleppa 623 kg
Samtals 1.912 kg
24.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 2.478 kg
Þorskur 402 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 2.903 kg
24.4.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 27.235 kg
Þorskur 8.204 kg
Karfi 346 kg
Samtals 35.785 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,63 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,96 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sædís EA 54 Handfæri
Ufsi 164 kg
Karfi 86 kg
Samtals 250 kg
24.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 1.289 kg
Grásleppa 623 kg
Samtals 1.912 kg
24.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 2.478 kg
Þorskur 402 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 2.903 kg
24.4.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 27.235 kg
Þorskur 8.204 kg
Karfi 346 kg
Samtals 35.785 kg

Skoða allar landanir »