Ný Cleopatra 36 til Lofoten

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði seldi nýlega bát til Napp í ...
Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði seldi nýlega bát til Napp í Lofoten í Noregi. Ljósmynd/Bátasmiðjan Trefjar

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra 36 bát til Napp í Lofoten í Noregi. Kaupandi bátsins er Steinar Sandnes sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum og hefur hann hlotið nafnið Vikberg.

Báturinn er útbúinn til línuveiða og hefur hann þegar hafið veiðar. Rými er fyrir fimmtán 380 lítra kör í lest bátsins. Þá er fullkomin eldunaraðstaða um borð í bátnum auk borðsals sem staðsettur er í brúnni. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar en þar er sömuleiðis salerni með sturtu.

Báturinn er fjórtán brúttótonn með aðalvél af gerðinni FPT C13 650 hp. Hann er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC og tveimur vökvadrifnum hliðarskrúfum sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Veiðibúnaðurinn kemur frá Noregi og öryggisbúnaður frá Viking-björgunarbúnaði.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.9.18 320,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.18 326,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.18 290,51 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.18 250,39 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.18 88,92 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.18 127,26 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 21.9.18 165,18 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.9.18 201,45 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.18 Guðmundur Þór SU-121 Línutrekt
Þorskur 1.100 kg
Ýsa 956 kg
Steinbítur 536 kg
Skarkoli 19 kg
Keila 12 kg
Samtals 2.623 kg
23.9.18 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Steinbítur 3.705 kg
Þorskur 814 kg
Ýsa 299 kg
Samtals 4.818 kg
23.9.18 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Langa 577 kg
Ýsa 473 kg
Steinbítur 107 kg
Ufsi 52 kg
Hlýri 49 kg
Þorskur 33 kg
Karfi / Gullkarfi 31 kg
Keila 22 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 1.357 kg

Skoða allar landanir »