Stærsta samfellda mæling á hafsbotni

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Leiðangursmenn á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni kortlögðu alls 28.242 ferkílómetra af hafsbotni djúpt suður af landinu í Íslandsdjúpi í leiðangri sem var farinn í júní. Þetta er stærsta samfellda svæðið sem fram til þessa hefur verið mælt með fjölgeislamæli í einum og sama leiðangri í íslenskri efnahagslögsögu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun en þar segir jafnframt að hafsbotn þessa nýkannaða svæðis sé að mestu þakinn seti sem safnast hefur þar fyrir með ýmsu móti í tímans rás. „Fljótt á litið virðist stór hluti botnsins vera frekar sléttur og átakalítill en öldur, setstallar og miklir farvegir setja svip á stór svæði og stöku berggangar rísa upp úr setinu,“ segir í tilkynningunni.

Leiðangur Árna Friðrikssonar stóð yfir 4.-21. júní sl. og er sá fyrri sem farinn verður í sumar í átaksverkefni Hafrannsóknastofnunar um kortlagningu hafsbotnsins í efnahagslögsögu Íslands. Markmiðið er að afla þekkingar sem nýtast mun á ýmsan hátt og er forsenda frekari vísindarannsókna við nýtingu, vernd og rannsóknir auðlinda í hafinu, á hafsbotni og undir hafsbotni.

Skilyrði til mælinga nú voru lengst af mjög góð í Íslandsdjúpi en síðustu dagar leiðangursins voru nýttir til mælinga á 1.378 ferkílómetrasvæðis í Jökuldjúpi. Þar eru jökulmenjar áberandi en einnig aragrúi af holum á mjúkum botni. Holurnar eru væntanlega til vitnis um einhvers konar uppstreymi úr setlögunum.

Heildarflatarmál fjölgeislamælinga, í þessum í leiðangri suður undir 200 mílna mörkum lögsögunnar og í Jökuldjúpi, var tæplega 30 þúsund ferkílómetrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »