Vinnsla hófst fyrir 60 árum

Síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar 17. júlí 1958, en þann dag var í ...
Síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar 17. júlí 1958, en þann dag var í fyrsta sinn tekið á móti hráefni til vinnslu. Ljósmynd/Reynir Zoëga

Þann 17. júlí verða liðnir sex áratugir frá því að Gullfaxi NK kom með fullfermi af síld til Neskaupstaðar og tekið var á móti síld í fyrsta skipti til vinnslu í síldarvinnslu Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. Báturinn kom til hafnar 17. júlí 1958 og var aflanum öllum landað í verksmiðjuna þrátt fyrir að framkvæmdum hafi ekki verið að fullu lokið við verksmiðjuna en talið var tímabært að fá hráefni til vinnslu til að láta reyna á tækjabúnað verksmiðjunnar.

Í frétt sem Síldarvinnslan birti á vef sínum í gær er atburðarins minnst. „Ekkert fór á milli mála að hér væri um tímamót að ræða og fögnuðu Norðfirðingar því að nú væri Neskaupstaður orðinn alvöru síldarbær,“ segir í fréttinni.

Mitt í þeirri gleði sem ríkti vegna tilkomu síldarverksmiðjunnar bar alvarlegan skugga á þennan fyrsta dag sem hráefni var landað í verksmiðjuna. Alvarlegt slys varð í hráefnisþróm hennar þegar þróarveggur brast og ungur maður að nafni Þorsteinn Jónsson lét lífið. Í frétt Síldarvinnslunnar segir að tólf manns hafi látið lífið við störf hjá fyrirtækinu frá stofnun þess, þar af sjö í snjóflóðunum hörmulegu 20. desember 1974.

Síldarvinnslan í Neskaupstað býður bæjarbúum og öðrum velunnurum til samkomu í Safnahúsinu í Neskaupstað á þriðjudag þar sem tímamótunum verður fagnað en þar verður gerð grein fyrir samkeppni um fyrirhugaðan minningarreit á grunni gömlu síldarverksmiðjunnar en reiturinn verður helgaður öllum þeim sem látið hafa lífið í starfi hjá Síldarvinnslunni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.11.18 285,99 kr/kg
Þorskur, slægður 16.11.18 327,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.11.18 232,01 kr/kg
Ýsa, slægð 16.11.18 207,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.11.18 39,87 kr/kg
Ufsi, slægður 16.11.18 164,36 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 16.11.18 304,25 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.11.18 269,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.11.18 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 373 kg
Keila 138 kg
Ýsa 79 kg
Hlýri 62 kg
Karfi / Gullkarfi 48 kg
Ufsi 17 kg
Langa 16 kg
Samtals 733 kg
16.11.18 Þristur BA-036 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 3.570 kg
Samtals 3.570 kg
16.11.18 Elli P SU-206 Lína
Þorskur 3.325 kg
Ýsa 207 kg
Samtals 3.532 kg
16.11.18 Guðmundur Þór SU-121 Línutrekt
Þorskur 2.833 kg
Ýsa 583 kg
Samtals 3.416 kg

Skoða allar landanir »