Vinnsla hófst fyrir 60 árum

Síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar 17. júlí 1958, en þann dag var í ...
Síldarverksmiðja Síldarvinnslunnar 17. júlí 1958, en þann dag var í fyrsta sinn tekið á móti hráefni til vinnslu. Ljósmynd/Reynir Zoëga

Þann 17. júlí verða liðnir sex áratugir frá því að Gullfaxi NK kom með fullfermi af síld til Neskaupstaðar og tekið var á móti síld í fyrsta skipti til vinnslu í síldarvinnslu Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. Báturinn kom til hafnar 17. júlí 1958 og var aflanum öllum landað í verksmiðjuna þrátt fyrir að framkvæmdum hafi ekki verið að fullu lokið við verksmiðjuna en talið var tímabært að fá hráefni til vinnslu til að láta reyna á tækjabúnað verksmiðjunnar.

Í frétt sem Síldarvinnslan birti á vef sínum í gær er atburðarins minnst. „Ekkert fór á milli mála að hér væri um tímamót að ræða og fögnuðu Norðfirðingar því að nú væri Neskaupstaður orðinn alvöru síldarbær,“ segir í fréttinni.

Mitt í þeirri gleði sem ríkti vegna tilkomu síldarverksmiðjunnar bar alvarlegan skugga á þennan fyrsta dag sem hráefni var landað í verksmiðjuna. Alvarlegt slys varð í hráefnisþróm hennar þegar þróarveggur brast og ungur maður að nafni Þorsteinn Jónsson lét lífið. Í frétt Síldarvinnslunnar segir að tólf manns hafi látið lífið við störf hjá fyrirtækinu frá stofnun þess, þar af sjö í snjóflóðunum hörmulegu 20. desember 1974.

Síldarvinnslan í Neskaupstað býður bæjarbúum og öðrum velunnurum til samkomu í Safnahúsinu í Neskaupstað á þriðjudag þar sem tímamótunum verður fagnað en þar verður gerð grein fyrir samkeppni um fyrirhugaðan minningarreit á grunni gömlu síldarverksmiðjunnar en reiturinn verður helgaður öllum þeim sem látið hafa lífið í starfi hjá Síldarvinnslunni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 109,80 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.19 Guðmundur Þór SU-121 Grásleppunet
Grásleppa 1.094 kg
Þorskur 204 kg
Ýsa 28 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.332 kg
18.4.19 Fönix BA-123 Grásleppunet
Grásleppa 5.289 kg
Þorskur 505 kg
Rauðmagi 61 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 5.859 kg
18.4.19 Sæfari BA-110 Grásleppunet
Grásleppa 3.728 kg
Samtals 3.728 kg
18.4.19 Sindri BA-024 Grásleppunet
Grásleppa 878 kg
Þorskur 22 kg
Skarkoli 22 kg
Steinbítur 6 kg
Tindaskata 6 kg
Samtals 934 kg

Skoða allar landanir »