Lax slapp úr sjókví við Tálknafjörð

Sjókvíaeldi á Vestfjörðum.
Sjókvíaeldi á Vestfjörðum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Slysaslepping á eldislaxi varð úr sjókví Fjarðalax í Tálknafirði í byrjun þessa mánaðar. Orsök tjóns og umfang slysasleppingar liggja ekki fyrir en 5 fiskar úr sjókvínni hafa veiðst í net eftir atvikið fram til þessa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Stofnuninni barst tilkynning frá Fjarðalaxi um fisk utan kvíar og gat á nótarpoka sjókvíar fyrirtækisins að Laugardal í Tálknafirði að morgni 6. júlí. Við eftirlit Matvælastofnunar 9. júlí  var farið yfir atburðarás atviksins, búnað og viðbrögð fyrirtækisins.

Fram kemur að ljóst sé að slysaslepping hafi átt sér stað en umfang sleppingar er óljóst. Meðalþyngd fiska í umræddri kví er 3,5 kg og voru um 150.000 fiskar í kvínni. Fiskistofa stjórnar veiðum vegna slysasleppinga og hafa 5 fiskar veiðst í net eftir slysasleppinguna.

Þá segir í tilkynningu Matvælastofnunar að viðbrögð fyrirtækisins hafi verið skráðum verkferlum þess. Gert var við göt eftir að þau uppgötvuðust og viðbragðsáætlun vegna slysasleppingar virkjuð. 

Uppfært kl 12:19: Í upphaflegri frétt kom fram að önnur slysaslepping hefði átt sér stað í Tálknafirði hjá Arnarlaxi, en hið rétt er að Fjarðarlax er í eigu Arnarlax og er leyfið í Tálknafirði skráð á Fjarðarlax. Því er aðeins um eitt atvik að ræða, en ekki tvö eins og lesa mátti af upphaflegri frétt.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.8.18 219,80 kr/kg
Þorskur, slægður 17.8.18 283,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.8.18 211,05 kr/kg
Ýsa, slægð 17.8.18 182,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.8.18 54,30 kr/kg
Ufsi, slægður 17.8.18 100,09 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 17.8.18 161,09 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.8.18 235,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.8.18 Eiður ÍS-126 Dragnót
Skarkoli 236 kg
Ýsa 108 kg
Samtals 344 kg
20.8.18 Bobby 3 ÍS-363 Sjóstöng
Þorskur 82 kg
Samtals 82 kg
20.8.18 Bobby 11 ÍS-371 Sjóstöng
Þorskur 430 kg
Samtals 430 kg
20.8.18 Bobby 15 ÍS-375 Sjóstöng
Þorskur 501 kg
Samtals 501 kg
20.8.18 Bobby 5 ÍS-365 Sjóstöng
Þorskur 113 kg
Samtals 113 kg

Skoða allar landanir »