Óskýrar línur milli hvalategundanna

Að sögn Gísla er algengt að hvalir í dýragörðum eignist ...
Að sögn Gísla er algengt að hvalir í dýragörðum eignist blendingsafkvæmi. AFP

Deilur standa nú yfir um ætterni hvals sem veiddur var síðastliðinn sunnudag og mun það skera úr um hvort dráp hans hafi verið löglegt. Margir, þar á meðal sérfræðingar á snærum BBC, telja að um steypireyði sé að ræða og þar með hafi hvalurinn verið friðaður. Kristján Loftsson, formaður Hvals hf., segir að um blendingsafkvæmi steypireyðar og langreyðar hafi verið að ræða og að drápið sé þar með löglegt.

Afkvæmi steypireyða og langreyða eru sjaldséð en þó vel þekkt.

„Okkur hafa borist fimm dæmi um blending steypireyðar og langreyðar,“ sagði Gísli Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. „Sá fyrsti sem uppgötvaðist var veiddur 1986, sem hluti af þáverandi vísindaveiðiprógrammi. Þá var það í fyrsta sinn sem sýnt var fram á að stórhveli gætu blandast í náttúrunni. Síðan veiddist annað eintak árið 1989 og síðan mundu einhverjir eftir skrýtnum hval sem veiðst hafði fimm árum fyrr. Hann var grafinn upp og reyndist þá vera þriðji blendingurinn. Síðan hvalveiðar hófust að nýju hafa svo fundist tveir, þannig að þeir eru alls fimm.“

Fleiri tegundir frekar en færri

Venjulega eru afkvæmi steypireyða og langreyða ófrjó en undantekningar á þeirri reglu þekkjast þó. „Það er eitt dæmi um svona blending sem gekk með afkvæmi þegar hann veiddist,“ sagði Gísli. „Fóstrið var að vísu mjög lítið og stuttan veg komið miðað við árstíma. Það er ekki hægt að segja með vissu hvort það hefði komist á legg, en þó er víst að það varð frjóvgun.“

Aðspurður hvort hægt sé að kalla langreyðar og steypireyðar mismunandi dýrategundir ef þær geta eignast frjó afkvæmi saman sagði Gísli að mörkin milli tegunda séu ekki alltaf eins skýr og manni er kennt í grunnlíffræði. Líffræðingar séu þó ekkert að flýta sér að lýsa eins ólík dýr og steypireyði og langreyði sömu tegundina. Miklu frekar sé tilhneigingin meðal líffræðinga að skipta tegundum niður í enn fleiri tegundir.

„Það hefur komið til tals að kljúfa langreyðir niður í tvær tegundir eftir norðurhveli og suðurhveli,“ sagði Gísli. „Þær eru töluvert ólíkar og það er enginn samgangur á milli og hefur ekki verið lengi.“

Að sögn Gísla er algengt að hvalir í dýragörðum eignist blendingsafkvæmi, jafnvel hvalategundir sem taldar eru mjög fjarskyldar eins og grindhvalir og höfrungar.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.12.18 311,18 kr/kg
Þorskur, slægður 13.12.18 332,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.12.18 248,34 kr/kg
Ýsa, slægð 13.12.18 256,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.12.18 95,25 kr/kg
Ufsi, slægður 13.12.18 110,82 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 13.12.18 363,26 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.12.18 233,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.12.18 Berti G ÍS-727 Landbeitt lína
Ýsa 3.488 kg
Þorskur 1.803 kg
Samtals 5.291 kg
13.12.18 Jóhanna G ÍS-056 Landbeitt lína
Þorskur 3.189 kg
Ýsa 1.276 kg
Langa 52 kg
Keila 8 kg
Hlýri 6 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 4.536 kg
13.12.18 Jaki EA-015 Línutrekt
Þorskur 1.500 kg
Ýsa 1.333 kg
Hlýri 14 kg
Steinbítur 11 kg
Keila 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.865 kg

Skoða allar landanir »