Hnúfubakar komnir lengst inn að Polli

Hnúfubakur á milli Konsúls og rib-bátsins Diplómats rétt fyrir utan ...
Hnúfubakur á milli Konsúls og rib-bátsins Diplómats rétt fyrir utan Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Það eru allir skælbrosandi hér um borð,“ segir Örn Stefánsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Konsúl sem gerður er út frá Akureyri, en þrír hnúfubakar eru núna staddir lengst inni við Poll, sunnan við Akureyrarhöfn.

„Það er meira að segja hérna um borð kona, í hóp frá Kanada, sem hefur farið í sjö sinnum í hvalaskoðun en aldrei séð hval. Ég lofaði henni að hún myndi sjá hval í dag,“ segir Örn en hann segir hnúfubakana þrjá vera spaka og greinilega í leit að æti svona innarlega. Fyrr í dag voru hvalirnir við Hjalteyri, um tíu mílur frá Akureyri.

Spurður hvernig árangurinn hafi verið í hvalaskoðuninni í sumar segir hann að hvalur hafi sést í hverri einustu ferð. „Hvalirnir eru búnir að vera frekar utarlega núna síðustu vikuna, út undir Hrísey,“ segir Örn. Hann segir langalgengast að hnúfubakur sjáist í ferðum hjá þeim en eins hafa í sumar sést hrefnur og hnýðingar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.10.18 298,13 kr/kg
Þorskur, slægður 15.10.18 352,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.10.18 205,09 kr/kg
Ýsa, slægð 15.10.18 233,18 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.10.18 102,03 kr/kg
Ufsi, slægður 15.10.18 124,12 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 15.10.18 257,51 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.10.18 246,23 kr/kg
Blálanga, slægð 15.10.18 231,78 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.10.18 Berti G ÍS-727 Landbeitt lína
Þorskur 2.699 kg
Ýsa 1.531 kg
Skarkoli 32 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 4.275 kg
15.10.18 Helga Sigmars NS-006 Landbeitt lína
Þorskur 353 kg
Ýsa 181 kg
Samtals 534 kg
15.10.18 Straumnes ÍS-240 Landbeitt lína
Þorskur 2.007 kg
Ýsa 1.230 kg
Skarkoli 81 kg
Steinbítur 47 kg
Samtals 3.365 kg
15.10.18 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 2.024 kg
Samtals 2.024 kg

Skoða allar landanir »