Rækjuvinnslu FISK í Grundarfirði lokað

Rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. verður lokað og nítján manns missa ...
Rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. verður lokað og nítján manns missa vinnuna. mbl.is/Sigurður Bogi

Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. Í fréttatilkynningu frá FISK segir að tilkynnt hafi verið um niðurstöðuna á fundi með starfsfólki verksmiðjunnar í dag að uppsagnir taki gildi um næstu mánaðamót. Nítján manns fá uppsagnarbréf vegna lokunarinnar.

„Veiðar og vinnsla rækju hafa átt erfitt uppdráttar hérlendis á undanförnum árum og er ákvörðunin tekin í ljósi langvarandi tapreksturs í Grundarfirði sem ekki virðist gerlegt að vinda ofan af við núverandi aðstæður,“ segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.

Sem áður segir fá 19 manns uppsagnarbréf, en tveimur verður þó boðið að vinna áfram að frágangi í verksmiðjunni og undirbúningi sölu tækja og búnaðar á allra næstu mánuðum.

„FISK Seafood harmar þessar málalyktir en vekur athygli á að rekstrarumhverfi veiða og vinnslu rækju á Íslandi hefur breyst verulega á undanförnum árum með óhjákvæmilegum samdráttaráhrifum,“ segir í tilkynningunni frá FISK Seafood.

„Það er sárt að horfast í augu við þennan veruleika. Rækjuveiðar við Íslandsstrendur eru orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét og hráefnið, sem stöðugt hækkar í verði,  kemur nú orðið að langmestu leyti erlendis frá,“ er haft eftir Friðriki Ásbjörnssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra fyrirtækisins í fréttatilkynningu.

Segir hann gengi íslensku krónunnar, stóraukinn launakostnað og aðrar innlendar kostnaðarhækkanir einnig ráða miklu um versnandi afkomu og að við núverandi aðstæður sé leiðin út úr vandanum því miður ekki einungis vandfundin heldur væntanlega ófær.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.8.18 221,83 kr/kg
Þorskur, slægður 17.8.18 283,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.8.18 210,62 kr/kg
Ýsa, slægð 17.8.18 182,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.8.18 54,30 kr/kg
Ufsi, slægður 17.8.18 100,09 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 17.8.18 161,09 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.8.18 235,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.8.18 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 7.687 kg
Langa 610 kg
Ýsa 267 kg
Steinbítur 242 kg
Keila 229 kg
Hlýri 50 kg
Ufsi 44 kg
Karfi / Gullkarfi 43 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 9.186 kg
18.8.18 Sella GK-225 Handfæri
Þorskur 960 kg
Samtals 960 kg
18.8.18 Hrafnreyður KÓ-100 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 12.190 kg
Samtals 12.190 kg
18.8.18 Klettur ÍS-808 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 16.400 kg
Samtals 16.400 kg

Skoða allar landanir »