Neytendur fá villandi upplýsingar

Fisksalar að störfum í Frakklandi. Finna má tilfelli úti í …
Fisksalar að störfum í Frakklandi. Finna má tilfelli úti í heimi þar sem samtök vara neytendur við að kaupa íslenskan þorsk vegna þess að þorskstofnar á ákveðnum svæðum í Atlantshafinu eru ofveiddir. Gildir einu þó að veiðarnar við Ísland séu sjálfbærar og byggi á vísindalegum rannsóknum. AFP

Náttúruverndarsamtök erlendis gefa út leiðbeiningar til að hjálpa kaupendum að forðast fisktegundir sem veiddar eru með óábyrgum hætti. Þar vill það gerast að íslenskur fiskur er flokkaður með tegundum sem neytendur ættu að sniðganga.

Umhverfisverndarsamtök úti í heimi gefa út leiðarvísa sem verslanir og neytendur geta stuðst við til að haga innkaupum sínum á ábyrgan hátt og leggja sitt af mörkum til að vernda viðkvæma stofna og vistkerfi. Vandinn er sá, að sögn Sigrid Merino Sardà, að þessir leiðarvísar eru ekki alltaf nægilega nákvæmir og allt of algengt að íslenskur fiskur sé þar ranglega tilgreindur sem vara til að varast, eða að ekki er gerður nægilega góður greinarmunur á tegundum eftir því hvernig veiðum þeirra er háttað.

Íslandsstofa og Ábyrgar fiskveiðar, sem eiga og reka vottunarverkefnið Iceland Responsible Fisheries (IRF), hafa ráðist í það verkefni að kortleggja betur hvernig upplýsingagjöf í gegnum umhverfisverndarsamtök er háttað í helstu markaðslöndum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Um leið á að efla upplýsingagjöf um IRF-vottunina gagnvart þessum aðilum.

Vandlega gætt að veiðar fari fram með ábyrgum hætti

Sigrid er verkefnissstjóri hjá Íslandsstofu og segir hún það mikilvægan þátt í að skapa traust á markaði að kaupendur hafi gott aðgengi að upplýsingum um sjálfbærni og vottun íslenskra fiskistofna. Óheppilegt sé að leiðarvísar umhverfisverndarsamtaka skuli stundum ekki gefa rétta mynd af íslenskum sjávarafurðum:

„Gott dæmi er þorskur úr Atlantshafinu sem er stofn sem á nokkrum svæðum hefur verið ofveiddur að því marki að nauðsynlegt hefur verið að stöðva veiðar til að forða útrýmingu. En þorskur sem veiddur er í íslenskri efnahagslögsögu á ekki heima í flokki með öðrum atlantshafsþorski enda er þess vandlega gætt að veiðarnar fari fram með ábyrgum hætti og fiskveiðikvóti ákvarðaður ár hvert á grundvelli vandaðra vísindalegra rannsókna. Því miður gera leiðarvísar umhverfisverndarsamtakanna ekki þennan greinarmun og skaða því möguleika íslensks þorsks á ákveðnum markaðssvæðum.“

Svipaða sögu er að segja um tegundir á borð við ýsu, ufsa og gullkarfa. „Bæði er íslenskur fiskur settur undir sama hatt og fiskur annars staðar frá, þó að stundaðar séu ábyrgar og sjálfbærar veiðar, og oft að leiðarvísarnir minnast þess hvergi að í gegnum IRF er búið að láta óháðan þriðja aðila votta sjálfbærni veiðanna.“

Sigrid Merino Sardà kveðst bjartsýn um að það megi leiðrétta …
Sigrid Merino Sardà kveðst bjartsýn um að það megi leiðrétta og bæta þær upplýsingar sem umhverfisverndarsamtök beina til neytenda.

Opna samskiptaleiðir

Verkefni Sigrid snýr m.a. að því að kortleggja hvar í heiminum leiðarvísar umhverfissamtaka hafa mest áhrif og síðan leita leiða til að leiðrétta ónákvæmnina í leiðarvísunum á þessum svæðum og almennt að auka upplýsingagjöf til umhverfisverndarsamtaka. „Við höfum núna afmarkað okkur við Bandaríkin, Bretland, Spán, Frakkland, Belgíu, Holland og Þýskaland. Við erum byrjuð að kortleggja hvernig umhverfisverndarsamtök á hverjum stað hátta sinni ráðgjöf með tilliti til íslensks fisks og þá með sérstaka áherslu á íslenskan þorsk. Við skoðum hvort íslenskur afli er rétt flokkaður í leiðarvísum fyrir kaupendur, hvaða upplýsingar koma þar fram og að hvaða leyti gloppur eru í þessum upplýsingum eða þær rangar.“

Því næst tekur við að efla samskipti við þau umhverfisverndarsamtök sem um ræðir, í hverju landi fyrir sig. „Við skoðum um leið hversu vel hefur tekist að koma Iceland Responsible Fisheries á framfæri í þessum löndum, og hvort það væri vænlegt til árangurs að beita nýjum leiðum við að kynna vottunarkerfið.“

Stór samtök með mikil áhrif

En er hægt að reikna með því að umhverfisverndarsamtökin séu móttækileg fyrir því að laga hjá sér leiðarvísana?

„Það er alveg rétt að í sumum tilvikum hafa þessi samtök mjög róttæka stefnu og kunna að vera lítt hrifin af því að þurfa að endurskoða þær upplýsingar sem haldið hefur verið að neytendum. En ég er engu að síður bjartsýn,“ segir Sigrid.

„Það eru nokkur stór samtök sem greinilega hafa mikið vægi þegar kemur að neytendahegðun og ekki ósennilegt að þau hafi hreinlega ekki vitað betur þegar kemur að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu og hvernig vottun sjálfbærra veiða er háttað á Íslandi. Kannski verður ekki auðvelt að telja þeim hughvarf en við getum lagt fram vönduð gögn og vísindarannsóknir.“

Sigrid nefnir að mikilvægt sé að allir leggist á eitt við að koma boðskapnum um sjálfbærni og vottun fiskistofna á framfæri.

„Að mínu mati væri til mikils að vinna ef IRF myndi njóta enn meiri stuðnings íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja sem tengjast íslenskum sjávarútvegi bæði innanlands og erlendis. Þar með fengi IRF betri kynningu sem vönduð íslensk vottun sjálfbærra fiskveiða sem neytendur geta stólað á.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 438,43 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,59 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 167,89 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,27 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.274 kg
Þorskur 214 kg
Rauðmagi 23 kg
Skarkoli 1 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.513 kg
24.4.24 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 1.135 kg
Þorskur 241 kg
Ufsi 182 kg
Skarkoli 31 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.598 kg
24.4.24 Uggi VE 272 Handfæri
Þorskur 702 kg
Karfi 2 kg
Samtals 704 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 438,43 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 564,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,59 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 167,89 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,27 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.274 kg
Þorskur 214 kg
Rauðmagi 23 kg
Skarkoli 1 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.513 kg
24.4.24 Báran SI 86 Grásleppunet
Grásleppa 1.135 kg
Þorskur 241 kg
Ufsi 182 kg
Skarkoli 31 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.598 kg
24.4.24 Uggi VE 272 Handfæri
Þorskur 702 kg
Karfi 2 kg
Samtals 704 kg

Skoða allar landanir »