Skrokkarnir frá Víetnam

Tölvumynd af skipunum sem Vard er að smíða fyrir Íslendinga, ...
Tölvumynd af skipunum sem Vard er að smíða fyrir Íslendinga, frá vinstri skip Gjögurs, Útgerðarfélags Akureyringa, Skinneyjar-Þinganess og Bergs-Hugins. Skipin eru öll væntanleg til landsins á næsta ári.

Skrokkar fjögurra fiskiskipa sem norska skipasmíðastöðin Vard smíðar nú fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki verða smíðaðir í Víetnam. Fjögur íslensk útgerðarfyrirtæki undirrituðu í lok síðasta árs samninga við norska fyrirtækið um smíði sjö skipa.

Tvö skip Bergs-Hugins og eitt skip fyrir Útgerðarfélag Akureyringa verða að öllu leyti smíðuð í Noregi, en skrokkar tveggja skipa Skinneyjar Þinganess og tveggja skipa Gjögurs verða smíðaðir í Víetnam.

Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess, segir að Vard eigi stöðina í Víetnam og þetta eigi ekki að breyta neinu varðandi gæðakröfur og smíðasaminga. Fyrirhugað er að setja skrokkana fjóra um borð í flutningaskip og sigla með þá frá Víetnam til Noregs í byrjun næsta árs þar sem smíði skipanna verður lokið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.12.18 307,84 kr/kg
Þorskur, slægður 18.12.18 389,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.12.18 250,54 kr/kg
Ýsa, slægð 18.12.18 212,49 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.12.18 79,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.12.18 123,37 kr/kg
Djúpkarfi 17.12.18 0,00 kr/kg
Gullkarfi 18.12.18 261,47 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.12.18 192,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.12.18 Grímsey ST-002 Dragnót
Sandkoli 814 kg
Samtals 814 kg
18.12.18 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Þorskur 129 kg
Ýsa 113 kg
Steinbítur 72 kg
Hlýri 7 kg
Langa 4 kg
Samtals 325 kg
18.12.18 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Þorskur 94 kg
Ýsa 62 kg
Samtals 156 kg
18.12.18 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Þorskur 2.085 kg
Ýsa 247 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi / Gullkarfi 6 kg
Samtals 2.346 kg

Skoða allar landanir »