Ánægðir með Ottó í Vestmannaeyjum

Ottó siglir inn til hafnar í Vestmannaeyjum.
Ottó siglir inn til hafnar í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Mánuður er síðan HB Grandi afhenti Ísfélaginu togarann Ottó N. Þorláksson. Þrjátíu og sjö ár eru síðan skipið var smíðað, í Stálvík í Garðabæ árið 1981, en það stendur þó enn fyrir sínu.

„Þetta er hörkuskip og áhöfnin er mjög ánægð með hann. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, um ísfisktogarann Ottó N. Þorláksson sem félagið fékk afhentan frá HB Granda í byrjun júlí. Nú, mánuði síðar, hefur skipið farið tvo túra og veitt bæði karfa, ufsa og þorsk.

„Þetta er annars sá tími þar sem lítið er um að vera hjá okkur, auk þess sem fram undan er hefðbundið hlé yfir Þjóðhátíð,“ segir Stefán í samtali við Morgunblaðið í dag.

Nokkra athygli vakti að nafni togarans var ekki breytt við skiptin, en aðspurður segir Stefán að það hafi ekki verið erfið ákvörðun.

„Þetta nafn hefur alltaf verið á skipinu og undir því hefur það verið farsælt. Því fannst okkur tilvalið að halda nafninu og fengum það með góðfúslegu leyfi þeirra í HB Granda,“ segir framkvæmdastjórinn.

„Svo má rifja upp að fyrir nokkrum árum keypti Ísfélagið Snorra Sturluson af HB Granda og nafni hans var heldur ekki breytt.“

Lífið snýst nú um Þjóðhátíð

Togarinn er þó ekki óbreyttur með öllu, enda skartar hann nú rauðum einkennislit flota Ísfélagsins.

„Ég verð nú að játa að mér finnst hann rosalega flottur svona. Hann er eiginlega miklu flottari svona en hann var,“ segir Stefán. „En hverjum þykir auðvitað sinn fugl fagur,“ bætir hann kíminn við.

Þjóðhátíð þeirra Eyjamanna nálgast nú óðfluga og fer útgerðin ekki varhluta af því.

„Við erum náttúrulega með rekstur á Þórshöfn og skipin sem eru í uppsjávarfiski, það er makríl, þau veiða fyrir þá vinnslu. En hér í Eyjum talar fólk bara um tjaldsúlur og tjaldhæla þessa vikuna. Þannig er nú bara lífið hér – það snýst allt um þetta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sædís EA 54 Handfæri
Ufsi 164 kg
Karfi 86 kg
Samtals 250 kg
24.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 1.289 kg
Grásleppa 623 kg
Samtals 1.912 kg
24.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 2.478 kg
Þorskur 402 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 2.903 kg
24.4.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 27.235 kg
Þorskur 8.204 kg
Karfi 346 kg
Samtals 35.785 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sædís EA 54 Handfæri
Ufsi 164 kg
Karfi 86 kg
Samtals 250 kg
24.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 1.289 kg
Grásleppa 623 kg
Samtals 1.912 kg
24.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 2.478 kg
Þorskur 402 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 2.903 kg
24.4.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 27.235 kg
Þorskur 8.204 kg
Karfi 346 kg
Samtals 35.785 kg

Skoða allar landanir »