Makrílafli nokkru minni en síðustu ár

Spiklandi makríll.
Spiklandi makríll. mbl.is/Börkur Kjartansson

Makrílvertíðin hefur í heildina farið rólega af stað, en sumar útgerðir byrjuðu seinna á makrílnum heldur en síðustu ár. Afli er nokkru minni núna heldur en hann var á sama tíma í fyrra.

Þá voru 34 þúsund tonn komin á land, en í ár er búið að landa 21 þúsund tonni samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu, en ekki er víst að allar aflaskýrslur hafi skilað sér. Alls eru heimildir ársins um 145 þúsund tonn með flutningi á milli ára, að því er fram kemur í fréttaskýringu um makrílveiðarnar í Morgublaðinu í dag.

Þessa dagana virðist makríllinn vera dreifðari en síðustu ár, en hans hefur orðið vart víða og útbreiðslusvæðið virðist vera stórt. Góður afli fékkst við Suðurland um tíma í júlí, en undanfarið hefur gengið illa að finna hreinan makríl. Víða hefur blönduð síld veiðst með makrílnum og þá bæði íslensk sumargotssíld og norsk-íslensk vorgotssíld, sem menn eru ekki að sækjast eftir á þessum árstíma.

Í gær voru nokkur uppsjávarskip að veiðum dreift út af sunnanverðum Austfjörðum og hins vegar á svæði í grænlenskri lögsögu vestur af Snæfellsnesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 532,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 237,18 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 177,61 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 3.980 kg
Skarkoli 1.183 kg
Þorskur 328 kg
Sandkoli 195 kg
Ýsa 82 kg
Samtals 5.768 kg
23.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 2.549 kg
Steinbítur 321 kg
Keila 115 kg
Ýsa 98 kg
Ufsi 19 kg
Karfi 17 kg
Langa 7 kg
Samtals 3.126 kg
23.4.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Steinbítur 1.270 kg
Samtals 1.270 kg

Skoða allar landanir »