Velja þarf gott nafn á nýja skipið

Sigurður býst við að nýja skipið verði ögn smærra en ...
Sigurður býst við að nýja skipið verði ögn smærra en Árni Friðriksson RE. mbl.is/Sigurður Bogi

Í nýju skipi Hafrannsóknastofnunar má reikna með að allur aðbúnaður áhafnar og rannsóknafólks verði betri. Rannsóknaskipin þurfa að rúma stóra áhöfn og segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, að í stærstu leiðöngrum Hafró geti verið allt að 40 manns um borð.

„Rannsóknarbúnaði og starfsfólki er skipt út eftir því hvað er verið að skoða hverju sinni. Í hefðbundnum hafrannsóknum eru gerðar efnafræðilegar mælingar, s.s. á seltu, og greiningar á plöntu- og dýrasvifi undir smásjá, en þegar komið er í rannsóknir á sjálfum fiskinum færist vinnan niður í lest og vinnuskilyrðin verða blautari.“

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson RE var smíðað fyrir hálfri öld í ...
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson RE var smíðað fyrir hálfri öld í Þýskalandi. Aldurinn er farinn að segja til sín og kominn tími til að leggja Bjarna. mbl.is/Þorgeir

Hefð skapast við val á nöfnum

Þá á eftir að finna nafn á nýja skipið. Sigurður segir það ekki endilega vera reglu, en að skipin tvö sem stofnunin notar í dag heiti eftir íslenskum náttúrufræðingum og hafi svipuð hefð skapast við val á nöfnum hafrannsóknaskipa í nágrannalöndunum.

„Bjarni Sæmundsson var merkilegur náttúrufræðingur, kenndi lengi við Menntaskólann í Reykjavík og var frumkvöðull á sviði fiskirannsókna á Íslandsmiðum. Árni Friðriksson var síðan einn af fyrstu fiskifræðingum landsins, og var m.a. forstöðumaður Fiskideildar Atvinnudeildar Háskólans, forvera Hafrannsóknastofnunar,“ útskýrir Sigurður, sem fæst ekki til að leggja til eitt nafn umfram önnur.

„Aðallega skipað karldunkum“

„Það væri vissulega gaman að fá kvenmann til sögunnar en það gæti orðið erfitt því eins og þjóðfélagið var þegar hafrannsóknir voru að hefjast hér á landi var þetta fræðasvið aðallega skipað karldunkum,“ segir hann.

„Það hefur verið rætt hér innanhúss, bæði í gamni og alvöru, hvort efna ætti til samkeppni um nafn á nýja skipið en eins og dæmin sanna geta menn stundum lent í ógöngum með þennig keppnir og er skemmst að minnast þess þegar almenningur vildi gefa breska vísindaskipinu RRS Sir David Attenborough nafnið Boaty McBoatface.“

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.12.18 304,14 kr/kg
Þorskur, slægður 9.12.18 360,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.12.18 299,73 kr/kg
Ýsa, slægð 9.12.18 292,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.12.18 127,76 kr/kg
Ufsi, slægður 9.12.18 153,01 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 9.12.18 325,58 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.18 64,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.12.18 Vigur SF-080 Lína
Ýsa 791 kg
Þorskur 555 kg
Ufsi 86 kg
Langa 31 kg
Keila 16 kg
Steinbítur 8 kg
Samtals 1.487 kg
9.12.18 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Ýsa 980 kg
Skarkoli 895 kg
Þorskur 261 kg
Ufsi 24 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 8 kg
Samtals 2.168 kg
9.12.18 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 876 kg
Ýsa 221 kg
Þorskur 175 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 10 kg
Samtals 1.282 kg

Skoða allar landanir »