Aflamet í sæbjúgnaveiðum

Mokveiði var á sæbjúgum i júlí út af Vestfjörðum og ...
Mokveiði var á sæbjúgum i júlí út af Vestfjörðum og í Breiðafirði, en á myndinni er Ingvar Örn Bergsson, stýrimaður um borð í Kletti ÍS. Bestu mánuðirnir eru maí, júlí og ágúst, fyrir og eftir hrygningarstopp. Ljósmynd/Davíð Freyr

Sæbjúgnaafli stefnir í sögulegt met en hann gæti orðið fimm þúsund tonn á fiskveiðiárinu. Mest af bjúgunum er selt til Kína, en þar eru þau nýtt í heilsu- og lækningavörur.

Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Aurora Seafood, áætlar að útflutningsverðmæti fimm þúsund tonna geti verið um eða yfir 1,5 milljarðar króna.

Davíð áætlar að um 15% af heildaraflanum veiðist í Breiðafirði. Af þeim sökum sé ný reglugerð um bann við sæbjúgnaveiðum á firðinum þeim mjög óhagstæð. „Það er vægast sagt slæmt fyrir atvinnugreinina að veiðar hafi verið bannaðar í nánast öllum Breiðafirðinum,“ segir Davíð Freyr í umfjöllun um þessar veiðar í Morgunblaðinu í dag.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.18 336,85 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.18 331,25 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.18 289,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.18 238,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.18 6,80 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.18 137,94 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 18.10.18 310,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.10.18 226,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.10.18 216,22 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.10.18 Valþór GK-123 Þorskfisknet
Þorskur 887 kg
Samtals 887 kg
18.10.18 Jón Ásbjörnsson RE-777 Lína
Steinbítur 23 kg
Samtals 23 kg
18.10.18 Benni SU-065 Lína
Steinbítur 276 kg
Þorskur 151 kg
Samtals 427 kg
18.10.18 Hafborg SK-054 Þorskfisknet
Þorskur 2.749 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 2.787 kg
18.10.18 Vésteinn GK-088 Lína
Ýsa 1.228 kg
Þorskur 369 kg
Steinbítur 70 kg
Keila 22 kg
Samtals 1.689 kg

Skoða allar landanir »