Myndavélar og flygildi fylgist með löndun

Þorski og ufsa fleygt frá borði. Skortur á eftirlitsheimildum Fiskistofu …
Þorski og ufsa fleygt frá borði. Skortur á eftirlitsheimildum Fiskistofu er sagður hafa verið umtalaður. mbl.is/RAX

Fiskistofu verður heimilt að vakta löndun og vigtun afla með rafrænum eftirlitsmyndavélum, auk þess sem hún mun geta nýtt sér fjarstýrð loftför við eftirlitsstörf, verði væntanlegt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra að veruleika.

Í drögum að frumvarpinu, sem er að finna á vef Stjórnarráðsins, segir að varla hafi nokkrum dulist sú umræða, sem uppi hafi verið í fjölmiðlum um skort á eftirlitsheimildum Fiskistofu til að sinna fiskveiðieftirliti og gagnrýni á lagaumgjörð eftirlitsins.

Skylda að hafa rafrænt eftirlitskerfi myndavéla

Af hálfu Fiskistofu hefur því oftsinnis verið hreyft, að nauðsynlegt sé að nýta myndavélar við fiskveiðieftirlit, og hafa nokkrar tilraunir verið gerðar til þess, eins og segir í athugasemdum með frumvarpinu. Niðurstaða Persónuverndar hefur hins vegar að minnsta kosti tvívegis verið sú að sérstakrar lagaheimildar sé þörf svo að stofnunin geti aflað gagna með þeim hætti.

Athygli vekur að í frumvarpinu er lögð skylda á sveitarfélög, fiskvinnslur og útgerðir til að hafa til staðar virkt rafrænt eftirlitskerfi myndavéla í löndunarhöfnum og vigtunaraðstöðu vigtunarleyfishafa, sem fylgist með allri löndun og vigtun sjávarafla, svo og um borð í fiskiskipum, sem fylgist með veiðum og meðferð afla um borð.

Enn fremur er gert ráð fyrir að eftirlitsmenn Fiskistofu muni hafa aðgang að þeim kerfum og því efni, sem til verði við rafræna vöktun. Jafnframt er í frumvarpinu lagt til að starfsmenn Fiskistofu skuli hafa aðgang að rafrænum upplýsingum um niðurstöðu endurvigtunar og vigtun uppsjávarafla, með tengingu við vigtarbúnað vigtunarleyfishafa.

Eftirlitsmenn Fiskistofu vigta afla strandveiðibáta í Norðurfirði á Ströndum.
Eftirlitsmenn Fiskistofu vigta afla strandveiðibáta í Norðurfirði á Ströndum. mbl.is/Árni Sæberg

Ein til tvær milljónir króna á hverja höfn

Þá er lagt til að lögfest verði heimild Fiskistofu til að nýta fjarstýrð loftför, eða flygildi, við eftirlitsstörf. Bent er á að stofnunin hafi þegar nýtt sér þau í starfsemi sinni, að undangenginni tilkynningu til Persónuverndar, einkum til að fylgjast með ólögmætri netaveiði við strendur landsins, þar sem oft sé erfitt yfirferðar.

Í umfjöllun um mögulegan kostnað sem fylgt geti innleiðingu frumvarpsins segir að umrædd vöktunarkerfi séu þegar til staðar í mörgum höfnum, en fyrir aðrar hafnir sé áætlað að kostnaður geti numið einni til tveimur milljónum króna á hverja höfn, eða um 30 milljónum króna í heild.

„Uppsetning á rafrænum myndavélakerfum og öðrum búnaði hjá vinnslustöðvum og í fiskiskipum kallar á nokkurn kostnað sem ekki hefur verið metinn nákvæmlega, en talið að ekki verði mikill með tilliti til þeirra hagsmuna sem um er að ræða. Lausleg athugun bendir til að kostnaður í vinnslum og stærri skipum muni mælast í hundruðum þúsunda kr. en líklega ekki meira en um 100-200 þús. kr. í smærri bátum.“

Að lokum muni Fiskistofa þurfa að fjárfesta í búnaði til að tengjast þeim vöktunarkerfum sem um er að ræða og þjálfa starfsfólk fyrir breytt eftirlit. Gert er ráð fyrir að Fiskistofa muni kjósa að taka í notkun fjarstýrð loftför eins og gert sé heimilt í frumvarpinu, en stofnkostnaður er þó talinn rúmast innan nýrrar fjármálaáætlunar. Eins er talið að breytt fyrirkomulag geti fremur leitt til sparnaðar en aukins kostnaðar, þegar fram í sækir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »