Hætta að styrkja þorskeldi

Á meðan þorskeldið gekk sem best slátraði HG 10-20 tonnum ...
Á meðan þorskeldið gekk sem best slátraði HG 10-20 tonnum upp úr sjókvíunum í Álftafirði á dag og var hráefnið góð viðbót við veiðarnar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Verkefni sem snerist um kynbætur á eldisþorski og seiðaframleiðslu fékk tæpar 280 milljónir af rannsóknarfé AVS-sjóðsins á fimmtán ára tímabili og var oft stærsta verkefni hans. Verkefninu hefur nú verið hætt vegna þess að árangur varð ekki í samræmi við væntingar og eldisfyrirtækin hættu með þorskinn.

Þegar þorskeldið náði hámarki, á árinu 2009, voru framleidd um 1.800 tonn. Hluti þess var aleldi á seiðum úr kynbótaverkefninu en stór hluti var áframeldi á villtum undirmálsþorski.

Ekki tókst að framleiða nógu góð seiði til þess að eldisfyrirtækin sæju sér hag í því að stunda þorskeldi. Laxeldi var talið vænlegra vegna þróaðri aðferða og hás verð á afurðum.

Þótt AVS hafi ákveðið að hætta að styrkja þorskeldisverkefnið varðveitir Hafró úrval af kynbótafiskinum í tilraunaeldisstöð sinni í Grindavík. Ef aðstæður breytast verður hægt að hefja framleiðslu seiða á ný.

Agnar Steinarsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að verkefnið hafi skilað töluverðri þekkingu sem nýtist í eldi á öðrum tegundum. Jafnframt hafi langtímarannsókn á vaxtarfræði þorsks sem unnin var samhliða skilað nýjum og spennandi upplýsingum sem geti haft notagildi í fiskifræði.

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.10.18 349,25 kr/kg
Þorskur, slægður 17.10.18 355,19 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.10.18 276,98 kr/kg
Ýsa, slægð 17.10.18 275,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.10.18 45,43 kr/kg
Ufsi, slægður 17.10.18 129,79 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 17.10.18 263,73 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.10.18 219,00 kr/kg
Blálanga, slægð 17.10.18 210,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.10.18 Aldan ÍS-047 Dragnót
Ýsa 1.739 kg
Samtals 1.739 kg
17.10.18 Hafdís SU-220 Lína
Þorskur 12.514 kg
Keila 81 kg
Hlýri 47 kg
Karfi / Gullkarfi 17 kg
Samtals 12.659 kg
17.10.18 Hafbjörg ST-077 Þorskfisknet
Þorskur 620 kg
Samtals 620 kg
17.10.18 Haförn ÞH-026 Dragnót
Þorskur 2.062 kg
Ýsa 1.192 kg
Karfi / Gullkarfi 709 kg
Ufsi 143 kg
Samtals 4.106 kg

Skoða allar landanir »