Makrílveiðar ganga erfiðlega

Makríll leystur úr trollpoka. Mynd úr safni.
Makríll leystur úr trollpoka. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er staðreynd að menn verða heldur lítið varir við makríl á miðunum þessa dagana bæði fyrir vestan og austan en það er vert að rifja upp að í fyrra fór fyrst að veiðast verulega um miðjan ágúst. Þetta getur þannig breyst mjög snögglega,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, en skipið kom til Neskaupstaðar í gær með 830 tonna afla, þar af 320 tonn frá Bjarna Ólafssyni AK.

Þetta kemur fram á vef Síldarvinnslunnar, en þar segir að makrílveiðarnar hafi gengið erfiðlega síðustu daga. Skipin hafi verið að leita bæði fyrir vestan og austan land en almennt hefur veiði verið heldur slök. Einstaka skip hafi þó verið að fá sæmileg hol.

Makríllinn sem Beitir kom með er sagður stór og fallegur og mun ganga vel að vinna hann.

„Börkur hefur verið að leita hér fyrir austan að undanförnu og er hann kominn með einhvern afla. Mér skilst að hann hafi fundið takmarkað af makríl en hins vegar mikla síld,“ segir Tómas.

„Fréttir hafa borist af vaðandi makríl við landið fyrir vestan, til dæmis inni á Breiðafirði, en þar getum við ekki veitt. Ef menn verða lítið varir við makríl næstu daga þarf að fara að hugsa út fyrir kassann og leita á nýjum svæðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 423,65 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 526,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,17 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 117,04 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,75 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 998 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.175 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 423,65 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 526,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,17 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 117,04 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,75 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 998 kg
Þorskur 177 kg
Samtals 1.175 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg

Skoða allar landanir »