Veiðir á við tvo en eyðir minna en einn

Breki, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar og fyrsta nýsmíði í sögu fyrirtækisins, ...
Breki, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar og fyrsta nýsmíði í sögu fyrirtækisins, áður en því var siglt heim til Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Breki, nýr ísfisktogari Vinnslustöðvarinnar, gerir gott betur en að uppfylla væntingar Vinnslustöðvarinnar eftir fyrstu veiðiferðirnar, segir í tilkynningu á vef VSV. Breki afkastar á við báða togarana sem hann leysti af hólmi hjá Vinnslustöðinni en brennir þriðjungi minni olíu en hvor togaranna um sig hefði gert við veiðarnar.

„Og jafnvel gott betur,“ segir í fréttatilkynningu Vinnslustöðvarinnar. „Og það þótt Breki dragi tvö troll í einu,“ segir þar enn fremur. Haft er eftir Magnúsi Ríkharðssyni, skipstjóra Breka, í fréttatilkynningunni að olíueyðsla skipsins sé minni en hann bjóst við en Magnús stóð vaktina í brúnni í gær og var skipið á leið til Vestmannaeyja með hátt í fullfermi, 400 kör af þorski, karfa og ufsa, þegar Vinnslustöðin birti tilkynninguna á vef sínum.

Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinna, tekur á móti Breka í byrjun júní.
Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinna, tekur á móti Breka í byrjun júní. mbl.is

„Skrúfurnar á systurskipunum Breka og Páli Pálssyni ÍS eru þær stærstu í íslenska fiskiskipaflotanum, hannaðar af Sævari Birgissyni í Skipasýn. Í skrúfustærðinni liggur olíuhundurinn grafinn,“ segir í tilkynningunni en á hönnunarskeiði Breka og Páls var talað um að með því að stækka skrúfur þeirra og hægja á þeim  mætti fá meira afl með minni orku. 

Reynslan í fyrstu veiðiferðum Breka staðfestir að forsögn skrúfuhönnuðarins stenst fullkomlega. Orkunýtingin er jafnvel enn betri en við þorðum að vona,“ segir Guðni I. Guðnason, umsjónarmaður skiparekstrar og fasteigna Vinnslustöðvarinnar.

Sjá á vef Vinnslustöðvarinnar

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.18 365,82 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.18 309,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.18 323,94 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.18 275,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.18 113,58 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.18 121,19 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 18.9.18 142,13 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.18 221,98 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.18 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 4.123 kg
Ýsa 606 kg
Ufsi 133 kg
Skötuselur 36 kg
Langa 31 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 4.961 kg
18.9.18 Beta SU-161 Handfæri
Þorskur 534 kg
Ufsi 85 kg
Samtals 619 kg
18.9.18 Már SU-145 Handfæri
Þorskur 396 kg
Ufsi 131 kg
Samtals 527 kg
18.9.18 Tjálfi SU-063 Dragnót
Ýsa 1.705 kg
Skarkoli 900 kg
Þorskur 652 kg
Sandkoli 149 kg
Samtals 3.406 kg

Skoða allar landanir »