Strandveiðum að ljúka

Strandveiðibátar að veiðum. Mynd úr safni.
Strandveiðibátar að veiðum. Mynd úr safni. mbl.is/Alfons Finnsson

Nú eru fjórir veiðidagar eftir af strandveiðum sumarsins, sem lýkur 30. ágúst. Samtals hafa 547 bátar landað afla, en þeir voru 594 á vertíðinni í fyrra. Alls er búið að landa 9.400 tonnum sem er 92,2% af 10.200 tonna viðmiðun. Heimilt er að róa 12 daga í mánuði frá mánudegi til fimmtudags og í hverri veiðiferð er heimilt að draga 650 kíló, í þorskígildum talið, af kvótabundnum tegundum, að ufsa undanskildum.

Grímur AK er aflahæstur strandveiðibáta á vertíðinni með 46,5 tonn í 44 róðrum. Flestir bátar hafa róið á svæði A frá Arnarstapa í Súðavík og þar er heildaraflinn orðinn 3.700 tonn. Þar hefur hver bátur landað að meðaltali tæplega 21 tonni.

Á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda kemur fram að á yfirstandandi tímabili hafi tíðarfarið verið strandveiðimönnum afar erfitt. Þá segir þar að meðalverð á mörkuðum hafi verið um 16% hærra í ár en það var í fyrra og hafi verðið hækkað enn frekar í ágústmánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »