Reyna að semja um makríl á ný

Sigurgeir Þorgeirsson hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu segist ekki hafa miklar ...
Sigurgeir Þorgeirsson hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að minna finnst af makríl í íslenskri lögsögu. Þá segir hann einnig að samningaviðræður verði í London í október við ESB, Noreg og Færeyjar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þótt það mælist minna af makríl í lögsögu Íslands en undanfarin ár er ekki ástæða til þess að hafa miklar áhyggjur af stöðunni segir Sigurgeir Þorgeirsson hjá at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu, og samn­ingamaður fyr­ir Íslands hönd um upp­sjáv­ar­stofna, í samtali við mbl.is.

Þá segir hann einnig að til standi að gera tilraun til þess að semja um makrílveiðarnar á ný í haust, en Ísland hefur ekki haft aðild að samningi um veiðar á makríl til þessa.

Komið hefur fram í umfjöllun Morgunblaðsins og mbl.is að mun minna mæl­ist af mak­ríl á hafsvæðinu við Ísland en verið hef­ur und­an­far­in ár. Þetta er á meðal niðurstaðna úr upp­sjáv­ar­leiðangri sem far­inn var á tíma­bil­inu 30. júní til 6. ág­úst.

Litlar áhyggjur

„Þótt það mælist minna [af makríl] í okkar lögsögu en undanfarin ár, og það skal tekið fram að það hefur verið gríðarlegt magn af makríl í okkar lögsögu síðan þessar mælingar byrjuðu 2010, þá hrekkur maður svo sem ekki mikið við,“ segir Sigurgeir.

Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar gerðu milli sín samning um makrílveiðar árið 2014, án aðkomu Íslendinga og gefur Ísland því út einhliða kvóta á makríl.

„Við vorum komnir dálítið áleiðis með að ná samkomulagi meðal annars gagnvart Evrópusambandinu 2013, en þar náðist ekki samkomulag við aðra aðila þar um. Þá var það alveg ljóst þegar þeir luku sínum samningi vorið 2014 að okkur stóðu ekki til boða aðgengileg kjör að okkar mati,“ segir Sigurgeir.

Spurður hvaða áhrif það gæti haft á veiðar Íslendinga fari makríllinn úr lögsögu landsins án þess að samningur sé til staðar, segist Sigurgeir ekki hafa miklar áhyggjur. „Það getur vel verið að hann hegði sér allt öðruvísi og verður í miklu meiri mæli hjá okkur á næsta ári. Þannig að ég myndi að svo komnu máli ekki hafa þungar áhyggjur af þessu, en okkur er svo frjálst að veiða á úthafinu.“

Tilraun til samninga í haust

Samkomulagið um makrílveiðarnar frá 2014 rennur út í árslok og stendur til að hefja viðræður um makrílveiðar á ný vikuna 8.-12. október í London að sögn Sigurgeirs, þá bendir hann á að einnig séu ekki samningar til staðar um kolmunna og norsk-íslensku síldina.

Hann segir þó alfarið óljóst á þessu stigi hvort Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar einfaldlega framlengi gildandi samkomulag eða hvort einhverjar breytingar verða gerðar.

„Nú reynir á það í haust hvort það tekst að gera allsherjarsamning með öllum aðilum inni, þá á ég við með okkur og hugsanlega Grænlendingum líka. Það er líka ósamið um norsk-íslenska síld og kolmunna og það verður gerð atlaga að því í haust að ná einhvers konar samkomulagi um alla þessa stofna, en það er alveg hugsanlegt að það endi bara á framlengingu makrílsamningi þessa þriggja,“ segir Sigurgeir.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.3.19 344,56 kr/kg
Þorskur, slægður 21.3.19 319,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.3.19 199,63 kr/kg
Ýsa, slægð 21.3.19 206,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.3.19 120,57 kr/kg
Ufsi, slægður 21.3.19 170,32 kr/kg
Djúpkarfi 11.3.19 109,00 kr/kg
Gullkarfi 21.3.19 173,53 kr/kg
Litli karfi 19.3.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.3.19 195,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.3.19 Þrasi VE-020 Handfæri
Ufsi 158 kg
Þorskur 105 kg
Samtals 263 kg
21.3.19 Víkurröst VE-070 Handfæri
Ufsi 149 kg
Þorskur 60 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 212 kg
21.3.19 Litli Tindur SU-508 Þorskfisknet
Þorskur 1.261 kg
Samtals 1.261 kg
21.3.19 Tjálfi SU-063 Þorskfisknet
Þorskur 1.782 kg
Skarkoli 27 kg
Samtals 1.809 kg
21.3.19 Gullver NS-012 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 14.279 kg
Ufsi 4.448 kg
Þorskur 863 kg
Langa 620 kg
Ýsa 428 kg
Hlýri 157 kg
Grálúða / Svarta spraka 81 kg
Steinbítur 53 kg
Keila 38 kg
Skötuselur 35 kg
Lúða 15 kg
Samtals 21.017 kg

Skoða allar landanir »