Áhöfnin lítið vör við hreyfingu

Á Drangey er valinn maður í hverju rúmi.
Á Drangey er valinn maður í hverju rúmi.

nýtt skip FISK Sefaood, Drangey SK-2 kom í höfn á Skagafirði í ágúst í fyrra eftir fjórtán daga siglingu frá tyrkneskri skipasmíðastöð. Gylfi Guðjónsson er útgerðarstjóri FISK Seafood og segir hann að Drangey hafi fyrst haldið til veiða í byrjun þessa árs enda hafi tekið nokkra mánuði að koma öllum vinnslutækjum fyrir um borð.

Skipið var það þriðja í röðinni af fjórum framúrstefnulegum skipum sem smíðuð voru með svk. perustefni sem beinir skrokknum með afgerandi hætti inn í ölduna og voru margir forvitnir að sjá hvernig þessi óvenjulega lögun myndi reynast úti á sjó. Upplýsir Gylfi að eiginleikar Drangeyjar á siglingu hafi verið í samræmi við væntingar. „Ekki væri sanngjarnt að bera Drangeyna saman við eldri skip útgerðarinnar enda stærra skip, en Drangey hefur ótvírætt góða siglingareiginleika og áhöfnin verður ekki vör við mikla hreyfingu.“

Betra sjólag og meira pláss

Drangey er rösklega 62,5 metrar að lengd og 2.080 brúttótonn. 1.620 kW Yanmar aðalvél knýr skipið áfram og getur keyrt á bæði svartolíu og gasolíu en siglingarhraði er 14 hnútar. Fimmtán manns eru í áhöfn hverju sinni og skipið stundar einkum þorskveiðar í norðvesturhluta lögsögunnar. „Drangey kom í staðinn fyrir Klakk en hefur svipaða eyðslu þrátt fyrir að vera mun stærra skip,“ segir Gylfi en Klakkur var kominn til ára sinna hafandi verið fyrst sjósettur fyrir fjórum áratugum.

„Klakkur var vitaskuld barn síns tíma og það hefur ekki bara orðið þróun í skipshönnun og tækjabúnaði, heldur allur aðbúnaður áhafnar batnað til muna en nú fer öll vinna fram á millidekki og körin eru færð með sjálfvirkum hætti niður í lest.“

Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur hannaði skipið en óvenjulega lögun skrokksins má m.a. rekja til svk. Flekkefjord-togara sem Bárður hannaði á 9. áratugnum til að gera skip sem féllu sem best að rúmmálsreglugerðum sem þá giltu um dönsk skip. Reyndist lögunin koma vel út í ölduprófunum og kom í ljós að stórt perustefni framkallar bæði gott sjólag eykur um leið til muna plássið um borð.

Auk Drangeyjar voru Kaldbakur, Björgúlfur og Björg, skip Samherja og ÚA, smíðuð með sömu lögun og í Cemre-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi.

Afkastamikið skip

Alltaf á sér stað einhver aðlögun þegar nýtt fiskveiðiskip er tekið í notkun og segir Gylfi að þar hafi allt verið í samræmi við áætlun. „Það má reikna með að eitthvað komi upp á í nýsmíðuðu skipi, sem lagfæra þarf og bæta en fyrstu mánuðir Drangeyjar á veiðum hafa gengið vel.“

Vinnslubúnaðurinn um borð, sem hannaður var og smíðaður af Skaganum 3X á Akranesi, hefur líka virkað í samræmi við væntingar. „Afköstin eru mikil en þess er gætt að stýra veiðunum til að taka ekki inn of stór hóll svo að hráefnið sé örugglega í toppgæðum,“ útskýrir Gylfi en enginn ís er notaður um borð heldur er fiskurinn forkældur með fullkomnu kælikerfi og hitastig hans orðið -0,5°C þegar ofan í lestina er komið. 

Lagt frá bryggju.
Lagt frá bryggju. Ljósm/Davíð Már Sigurðsson
Gert að fiskinum í lestinni.
Gert að fiskinum í lestinni. Ljósmynd/Davíð Már Sigurðsson
Drangey þegar togarinn kom til hafnar á Króknum í fyrsta …
Drangey þegar togarinn kom til hafnar á Króknum í fyrsta sinn á síðasta ári. Mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 320,07 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 320,07 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg
25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg

Skoða allar landanir »