Heimskortið er breytt

Sjávarútvegurinn er mikilvæg undirstaða í Færeyjum. Myndin er frá Vogi ...
Sjávarútvegurinn er mikilvæg undirstaða í Færeyjum. Myndin er frá Vogi á Suðurey. mbl.is/Sigurður Bogi

„Staðan á heimskortinu er að breytast og Norður-Atlantshafið er í deiglunni. Rússar seilast nú til aukinna áhrifa og í því felast ógnir. Tækifærin eru hins vegar þau að nú styttist í að siglingaleiðin um norðurpólinn til Kyrrahafsins opnist og þá gjörbreytist staða vestnorrænu ríkjanna þriggja, Færeyja, Íslands og Grænlands,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í vestnorræna þingmannaráðinu. Ársfundur þess var haldinn í síðustu viku í Þórshöfn í Færeyjum þar sem sameiginleg málefni þessara þriggja ríkja voru rædd.

Aðstæður í Færeyjum eru um margt líkar því sem gerist til dæmis úti á landi hér á Íslandi, að sögn Bryndísar. Í dag ríki velsæld í Færeyjum, eins og blasi við þegar farið sé um byggðir þar. Fiskveiðar og -eldi skili miklu og hafi Íslendingar lengi átt nokkra hlutdeild í sjávarútvegi í Færeyjum. Það kunni þó að breytast skv. lögum sem samþykkt voru á Lögþinginu fyrr á árinu. Þar er kveðið á um að útlendingar þurfi að losa eign sína í sjávarútvegsfyrirtækjum í landinu innan sjö ára sem er þó í mótsögn við Hoyvíkursamninginn um fríverslun milli Færeyinga og Íslendinga.

Lætur liggja að uppsögn

„Færeyingar virðast ósáttir við Hoyvíkursamninginn og utanríkisráðherra þeirra, Poul Michelsen, lætur liggja að uppsögn. Endurskoðun samningsins hefur verið í umræðunni en ekkert þokast áfram, svo margt er í lausu lofti. Að öðru leyti deilum við mörgu með Færeyingum; þangað flytjum við matvæli, íslensku skipafélögin eru með ýmsa starfsemi í landinu og margvísleg þjónustuviðskipti eiga sér stað,“ segir Bryndís í Morgunblaðinu í dag.

Bryndís Haralsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í Vestnorræna þingmannaráðinu.
Bryndís Haralsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í Vestnorræna þingmannaráðinu. mbl.is/Sigurður Bogi
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.18 421,53 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.18 475,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.18 302,48 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.18 325,14 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.9.18 63,54 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.18 139,48 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 20.9.18 166,55 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.9.18 221,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.18 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Ýsa 1.400 kg
Þorskur 447 kg
Samtals 1.847 kg
20.9.18 Otur Ii ÍS-173 Landbeitt lína
Ýsa 2.147 kg
Þorskur 548 kg
Samtals 2.695 kg
20.9.18 Blíða SH-277 Gildra
Beitukóngur 2.034 kg
Samtals 2.034 kg
20.9.18 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Þorskur 2.278 kg
Skarkoli 472 kg
Ýsa 177 kg
Ufsi 100 kg
Lúða 9 kg
Steinbítur 8 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 2 kg
Samtals 3.046 kg

Skoða allar landanir »