Smáýsan truflar á Skjálfanda

„Fiskur hefur stækkað umtalsvert í seinni tíð,
„Fiskur hefur stækkað umtalsvert í seinni tíð," segir Haukur Eiðsson skipstjóri. Mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Sjórinn er fullur af smáýsu, það er samdóma mat sjómanna nánast hringinn í kringum landið,“ segir Haukur Eiðsson, skipstjóri á Karólínu ÞH 100, í samtali við 200 nú í kvöld. Hann var þá úti á Skjálfandaflóa, um 15 sjómílur norður af Tjörnesi, að draga línuna og senn á leið í land.

Varla ætur róður

Fiskirí síðasta mánuðinn segir Haukur hafa verið tregt, en túrinn í dag sé sá skásti í langan tíma. „Þetta er sennilega besti dagurinn síðan við byrjuðum aftur eftir sumarfrí um miðjan ágúst. Að undanförnu hefur þetta varla verið ætur róður,“  segir Haukur sem er jafnt að reyna að ná þorski og ýsu.

Sá guli fer  í vinnslu á Húsavík en meðaflinn á markað.

Of mikil aukning

Ýsukvótinn á nýhöfnu fiskveiðiári var aukinn um liðlega 40%, úr 41 þúsundi tonna í 58 þúsund tonn. Þá ráðstöfun segir Haukur hafa verið skammsýni, hvað sem líði ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

„Aukning um 10% hefði verið nær lagi, þannig að stofninn næði að styrkjast betur. Smáýsan er truflandi og þess utan verðlaus fiskur. Menn henda jafnvel frekar ýsunni en koma með að landi því allt telur þetta í veiðigjöldum,“ segir Haukur sem hefur gert Karólínu út frá árinu 2007.

Fiskurinn stækkar

„Fiskur hefur stækkað umtalsvert í seinni tíð. Fyrir tíu árum var algeng stærð á fiski sem kom á línuna 3 kg en nú um 5 kg. Það er mikil breyting,“ segir Haukur sem er við þriðja mann í áhöfn Karólínu, en með honum róa Örn Arngrímsson og Unnar Már Emilsson.

Karólína ÞH er 15 tonna línubátur.
Karólína ÞH er 15 tonna línubátur. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.11.18 310,20 kr/kg
Þorskur, slægður 13.11.18 352,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.11.18 273,49 kr/kg
Ýsa, slægð 13.11.18 283,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.11.18 125,51 kr/kg
Ufsi, slægður 13.11.18 140,89 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 13.11.18 305,06 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.11.18 219,30 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.18 Hrafnreyður KÓ-100 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 5.265 kg
Samtals 5.265 kg
13.11.18 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 7.582 kg
Ýsa 1.163 kg
Samtals 8.745 kg
13.11.18 Fálkatindur NS-099 Landbeitt lína
Þorskur 2.429 kg
Ýsa 746 kg
Keila 18 kg
Hlýri 6 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.203 kg
13.11.18 Glettingur NS-100 Landbeitt lína
Þorskur 4.469 kg
Ýsa 1.147 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Keila 13 kg
Hlýri 12 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 5.661 kg

Skoða allar landanir »