Viðey á undan Flórens

Vel tækjum búið skip Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóri á Viðey ...
Vel tækjum búið skip Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóri á Viðey ER í brúnni. mbl.is/Árni Sæberg

„Hér í Víkurál er blíðuveður eins og stendur. Við verðum hér fram á helgina en förum þá að síga heim, en á mánudag má gera ráð fyrir að veður versni þegar leifar af fellibylnum Flórens sem nú er að skella á Bandaríkjunum berast hingað norður. Veðurspáin gerir ráð fyrir tíu metra ölduhæð hér út af Vestfjörðum á miðvikudaginn og það er ekkert sjóveður,“ segir Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey RE 50.

Viðey fór út frá Reykjavík um hádegi í gær og var komin á miðin, um 60 sjómílur norðvestur af Látrabjargi, í nótt. Nú í hádeginu var svo verið að draga inn trollið eftir fyrsta kast.

„Þetta er ágætt, tólf tonn af karfa. Í svona túrum byrjum við alltaf á karfanum, enda hefur hann mesta geymsluþolið. Tökum svo ufsann og endum á þorskinum, sem er kældur niður í 0,5-0,8 gráður svo hann komist sem ferskastur að landi,” segir Jóhannes; gamalreyndur skipstjóri sem flestum betur kann að stíga ölduna.

Tólf á Halanum 

Í augnablikinu er Viðey eina skipið í Víkurál en minnst tólf togarar á Halamiðum. Þá eru fimm bolfiskskip HB-Granda á sjó, það er Viðey, Engey, Akurey, Örfirisey og Höfrungur III. Helga María er í slip.

Viðey RE við bryggju í Reykjavík.
Viðey RE við bryggju í Reykjavík. Mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.18 258,87 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.18 339,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.18 251,85 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.18 235,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.18 100,34 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.18 109,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 20.11.18 254,73 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.11.18 291,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.18 Vilborg ÞH-011 Landbeitt lína
Þorskur 77 kg
Samtals 77 kg
20.11.18 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 8.661 kg
Ýsa 760 kg
Keila 45 kg
Ufsi 39 kg
Langa 33 kg
Grálúða / Svarta spraka 4 kg
Samtals 9.542 kg
20.11.18 Blíðfari ÓF-070 Þorskfisknet
Þorskur 543 kg
Samtals 543 kg
20.11.18 Brynjar BA-338 Landbeitt lína
Þorskur 978 kg
Samtals 978 kg

Skoða allar landanir »