Byggja á ný hús við höfnina á fimm mánuðum

Nýju húsin verða stálgrindarhús með timburklæðningu og stórum gluggum að ...
Nýju húsin verða stálgrindarhús með timburklæðningu og stórum gluggum að framan. Teikning/Yrki arkitektar

Á næstu dögum munu Faxaflóahafnir bjóða út framkvæmdir við uppbyggingu verslunar- og þjónustuhúsa meðfram norðvesturhlið Ægisgarðs við Gömlu höfnina í Reykjavík. Munu sölukofar sem eru þar núna víkja fyrir sex nýjum húsum sem verða 40-80 fermetrar. Áætlað er að núverandi hús verði fjarlægð í lok nóvember, framkvæmdir hefjist strax í byrjun janúar og að nýju húsin verði tilbúin í lok apríl.

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við mbl.is að í heildina sé um að ræða framkvæmdir fyrir á þriðja hundrað milljónir króna. Þá sé verið að horfa til lagnavinnu, húsnæðis og umhverfisverkefna alveg frá hafnargarðinum og upp að gatnamótum Mýrargötu og Geirsgötu.

Faxaflóahafnir verða eigandi húsanna og munu leigja þau út til rekstaraðila í hafsækinni þjónustu. Er þar meðal annars átt við hvalaskoðun, fuglaskoðun, sjóstangveiði og norðurljósaferðir sem farnar eru á bátum. Í dag eru tíu fyrirtæki með starfsemi í kofunum. Öll eru þau í hafsækinni starfsemi ef frá er talin Reykjavík bike tours. Segir Gísli að þeir muni þurfa að víkja, en að önnur fyrirtæki fái aðstöðu í nýju húsunum. Þá verði einnig horft til þess að fleiri þjónustufyrirtæki í þessum geira geti fengið aðstöðu þegar fram líða stundir.

Þessir kofar eru meðal þeirra sem munu víkja fyrir nýju ...
Þessir kofar eru meðal þeirra sem munu víkja fyrir nýju húsunum. Sigurgeir Sigurðsson

Verkefnið á að ganga mjög hratt fyrir sig að sögn Gísla og reynt er að setja það þannig upp að það valdi þjónustuaðilunum sem minnstri röskun. Þannig á að fjarlægja núverandi kofa í lok nóvember. Strax í framhaldinu verður hafist handa við framkvæmdir og í lok apríl, aðeins fimm mánuðum eftir eldri kofarnir verða teknir í burtu, eiga nýju húsin að vera tilbúin. „Þetta er þó auðvitað háð þeim fyrirvara að tilboðin séu ásættanleg og verktaki treysti sér að vinna verkið á verktíma,“ segir Gísli.

Húsin sem munu koma verða á jarðföstum grunni og eru að sögn Gísla hugsuð til lengri tíma. Verða þau stálgrindarhús með timburklæðningu og með tilvísun til gömlu byggðarinnar í Reykjavík. Að framan verða stórir gluggar þannig að húsin verði bæði opin og björt. Hann segir óhjákvæmilegt að eitthvert rask verði á og við svæðið á framkvæmdatíma.

Uppfært: Í upphaflegri frétt kom fram að húsin væru 90-180 fermetrar að stærð, en hið rétta er að þau verða 40-80 fermetrar hvert.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.12.18 258,02 kr/kg
Þorskur, slægður 16.12.18 371,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.12.18 219,85 kr/kg
Ýsa, slægð 16.12.18 178,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.12.18 67,33 kr/kg
Ufsi, slægður 16.12.18 132,11 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 16.12.18 248,52 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.12.18 257,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.12.18 Björg EA-007 Botnvarpa
Þorskur 196.648 kg
Samtals 196.648 kg
16.12.18 Halldór Sigurðsson ÍS-014 Rækjuvarpa
Rækja (úthafsrækja) 5.720 kg
Samtals 5.720 kg
16.12.18 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 133 kg
Samtals 133 kg
16.12.18 Gísli Súrsson GK-008 Lína
Þorskur 251 kg
Keila 24 kg
Steinbítur 19 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 297 kg
16.12.18 Vésteinn GK-088 Lína
Þorskur 131 kg
Keila 88 kg
Karfi / Gullkarfi 39 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 288 kg

Skoða allar landanir »