Veiðigjöldin verða að lækka

Íris Róbertsdóttir segir veiðigjöldin sem hverfi frá Vestmannaeyjum íþyngjandi.
Íris Róbertsdóttir segir veiðigjöldin sem hverfi frá Vestmannaeyjum íþyngjandi. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum greiddu á síðasta fiskveiðiári, sem lauk 1. september síðastliðinn, vel yfir einn milljarð króna í veiðigjöld sem var nærri tvöföldun frá árinu á undan.

Það er íþyngjandi og treysta verður að ríkisstjórn og Alþingi standi við gefin fyrirheit um lækkun þessara gjalda, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Bent er á að viðsjár hafi verið á síðustu misserum í sjávarútveginum vegna sterks gengis íslensku krónunnar. Lægra verð en oft áður hafi fengist fyrir afurðirnar. Svo bætist veiðigjöldin við og þau séu íþyngjandi.

„Þessir peningar væru betur komnir hér í Eyjum, þar sem þeir urðu til, en í ríkishítinni. Þennan landsbyggðarskatt verður að lækka,“ segir Íris sem telur mikilvægt að heimamenn séu jafnan í ráðandi stöðu þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um þeirra mál. Því sé til verulegra bóta að þegar nýr Herjólfur kemur á næstu misserum muni Eyjamenn sjálfir geta haft hönd í bagga með til dæmis tíðni ferða og gjaldskrá ferjunnar. Það sé mikilvægt hagsmunamál fyrir byggðina, rétt eins og heilbrigðisþjónustan. Starfsemi á sjúkrahúsinu í Eyjum hafi verið skert mikið á síðustu árum og margvísleg starfsemi þar lögð af. Því vill bæjarstjórinn að verði snúið til baka.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 109,80 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.19 Kristján HF-100 Lína
Þorskur 1.569 kg
Ýsa 520 kg
Samtals 2.089 kg
18.4.19 Rán SH-307 Grásleppunet
Grásleppa 1.897 kg
Samtals 1.897 kg
18.4.19 Stella EA-028 Grásleppunet
Grásleppa 184 kg
Hlýri 16 kg
Samtals 200 kg
18.4.19 Fálkatindur NS-099 Grásleppunet
Grásleppa 1.895 kg
Þorskur 146 kg
Skarkoli 76 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 2.137 kg

Skoða allar landanir »