Veiðigjöldin verða að lækka

Íris Róbertsdóttir segir veiðigjöldin sem hverfi frá Vestmannaeyjum íþyngjandi.
Íris Róbertsdóttir segir veiðigjöldin sem hverfi frá Vestmannaeyjum íþyngjandi. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum greiddu á síðasta fiskveiðiári, sem lauk 1. september síðastliðinn, vel yfir einn milljarð króna í veiðigjöld sem var nærri tvöföldun frá árinu á undan.

Það er íþyngjandi og treysta verður að ríkisstjórn og Alþingi standi við gefin fyrirheit um lækkun þessara gjalda, segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Bent er á að viðsjár hafi verið á síðustu misserum í sjávarútveginum vegna sterks gengis íslensku krónunnar. Lægra verð en oft áður hafi fengist fyrir afurðirnar. Svo bætist veiðigjöldin við og þau séu íþyngjandi.

„Þessir peningar væru betur komnir hér í Eyjum, þar sem þeir urðu til, en í ríkishítinni. Þennan landsbyggðarskatt verður að lækka,“ segir Íris sem telur mikilvægt að heimamenn séu jafnan í ráðandi stöðu þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um þeirra mál. Því sé til verulegra bóta að þegar nýr Herjólfur kemur á næstu misserum muni Eyjamenn sjálfir geta haft hönd í bagga með til dæmis tíðni ferða og gjaldskrá ferjunnar. Það sé mikilvægt hagsmunamál fyrir byggðina, rétt eins og heilbrigðisþjónustan. Starfsemi á sjúkrahúsinu í Eyjum hafi verið skert mikið á síðustu árum og margvísleg starfsemi þar lögð af. Því vill bæjarstjórinn að verði snúið til baka.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.12.18 272,29 kr/kg
Þorskur, slægður 14.12.18 336,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.12.18 229,91 kr/kg
Ýsa, slægð 14.12.18 223,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.12.18 71,97 kr/kg
Ufsi, slægður 14.12.18 95,86 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 14.12.18 281,58 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.12.18 266,76 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.12.18 Eiður ÍS-126 Dragnót
Ýsa 4.362 kg
Þorskur 149 kg
Skarkoli 42 kg
Samtals 4.553 kg
14.12.18 Sólrún EA-151 Lína
Þorskur 885 kg
Ýsa 865 kg
Samtals 1.750 kg
14.12.18 Berti G ÍS-727 Landbeitt lína
Ýsa 3.572 kg
Þorskur 1.492 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 5.077 kg
14.12.18 Sigrún EA-052 Handfæri
Þorskur 371 kg
Samtals 371 kg

Skoða allar landanir »