Kaupa hlut Brims fyrir 9,4 milljarða

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var stofnuð árið 1946.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var stofnuð árið 1946. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þriðjungshlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni og nemur kaupverðið 9.400.000.000 krónum.

Fram kemur í tilkynningu að stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænti góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjái mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja.

Ögurvík út úr Brimi í síðustu viku

Stjórn HB Granda samþykkti í síðustu viku að kaupa út­gerðarfé­lagið Ögur­vík af Brimi hf., sem er í eigu Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra HB Granda. Guðmundur tók við stöðu forstjóra í júní eftir að hann keypti í gegnum Brim 34,1% eignarhlut í HB Granda af Kristjáni Loftssyni og Halldóri Teitssyni, en með því varð Brim stærsti hluthafi útgerðarinnar.

Nafni Brims var svo á föstudag breytt í Útgerðarfélag Reykjavíkur. Félagið ger­ir út skut­tog­ar­ana Guðmund í Nesi RE-13 og Kleif­a­berg RE-70, en þeir fengu sam­tals út­hlutað afla­mark fyr­ir nýhafið fisk­veiðiár sem nem­ur um 15.580 þorskí­gildist­onn­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 3.993 kg
Þorskur 387 kg
Skarkoli 22 kg
Ýsa 12 kg
Steinbítur 4 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 4.420 kg
19.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 2.531 kg
Þorskur 102 kg
Skarkoli 74 kg
Samtals 2.707 kg
19.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 3.853 kg
Skarkoli 2.241 kg
Þorskur 682 kg
Sandkoli 76 kg
Þykkvalúra 39 kg
Samtals 6.891 kg

Skoða allar landanir »