Kaupa hlut Brims fyrir 9,4 milljarða

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var stofnuð árið 1946.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var stofnuð árið 1946. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Um er að ræða þriðjungshlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni og nemur kaupverðið 9.400.000.000 krónum.

Fram kemur í tilkynningu að stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænti góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjái mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja.

Ögurvík út úr Brimi í síðustu viku

Stjórn HB Granda samþykkti í síðustu viku að kaupa út­gerðarfé­lagið Ögur­vík af Brimi hf., sem er í eigu Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, for­stjóra HB Granda. Guðmundur tók við stöðu forstjóra í júní eftir að hann keypti í gegnum Brim 34,1% eignarhlut í HB Granda af Kristjáni Loftssyni og Halldóri Teitssyni, en með því varð Brim stærsti hluthafi útgerðarinnar.

Nafni Brims var svo á föstudag breytt í Útgerðarfélag Reykjavíkur. Félagið ger­ir út skut­tog­ar­ana Guðmund í Nesi RE-13 og Kleif­a­berg RE-70, en þeir fengu sam­tals út­hlutað afla­mark fyr­ir nýhafið fisk­veiðiár sem nem­ur um 15.580 þorskí­gildist­onn­um. 

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.19 Björg I NS-011 Grásleppunet
Grásleppa 606 kg
Samtals 606 kg
20.4.19 Eydís NS-320 Grásleppunet
Grásleppa 1.996 kg
Þorskur 253 kg
Ýsa 183 kg
Skarkoli 147 kg
Samtals 2.579 kg
20.4.19 Kvikur EA-020 Grásleppunet
Grásleppa 2.586 kg
Þorskur 339 kg
Samtals 2.925 kg
20.4.19 Stella EA-028 Grásleppunet
Grásleppa 1.118 kg
Samtals 1.118 kg
20.4.19 Hólmi NS-056 Grásleppunet
Grásleppa 1.240 kg
Samtals 1.240 kg

Skoða allar landanir »