Vænta góðs samstarfs eftir kaupin

Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood.
Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood ehf., segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri í rekstri Vinnslustöðvarinnar. 200 mílur greindu fyrr í dag frá kaupum FISK á öllum hlut Brims hf. í útgerðinni, fyrir 9,4 milljarða króna.

„Það hefur verið mikil umræða um að Brim hygðist selja þennan eignarhlut, og í framhaldinu fórum við í viðræður um þessi kaup,“ segir Jón Eðvald í samtali við 200 mílur.

Tekur hann fram að hjá FISK hafi menn væntingar um gott og farsælt samstarf við aðra eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar.

Ýmsir möguleikar á samvinnu

Spurður um þau tækifæri sem FISK sjái í Vinnslustöðinni segir Jón að horft sé á uppsjávargeirann.

„FISK hefur lengi haft áhuga á að tengjast með eignarlegum hætti fyrirtæki sem er í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski,“ segir hann. 

„Við náum því með þessum kaupum, en ekki síður finnst okkur þetta spennandi fyrirtæki til að eiga í, og við teljum að til staðar séu ýmsir möguleikar á samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.10.18 333,25 kr/kg
Þorskur, slægður 22.10.18 336,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.10.18 288,21 kr/kg
Ýsa, slægð 22.10.18 264,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.10.18 62,70 kr/kg
Ufsi, slægður 22.10.18 127,73 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 22.10.18 170,70 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.10.18 245,16 kr/kg
Blálanga, slægð 22.10.18 232,58 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.10.18 Katrín GK-266 Landbeitt lína
Þorskur 46 kg
Ýsa 31 kg
Samtals 77 kg
22.10.18 Siggi Bjartar ÍS-050 Landbeitt lína
Ýsa 1.102 kg
Þorskur 697 kg
Langa 6 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.810 kg
22.10.18 Blíðfari ÓF-070 Þorskfisknet
Þorskur 1.069 kg
Samtals 1.069 kg
22.10.18 Sirrý IS-036 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 3.358 kg
Þorskur 1.334 kg
Hlýri 524 kg
Steinbítur 175 kg
Langa 160 kg
Skarkoli 118 kg
Grálúða / Svarta spraka 64 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 30 kg
Lúða 9 kg
Blálanga 5 kg
Samtals 5.777 kg

Skoða allar landanir »