Vænta góðs samstarfs eftir kaupin

Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood.
Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood ehf., segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri í rekstri Vinnslustöðvarinnar. 200 mílur greindu fyrr í dag frá kaupum FISK á öllum hlut Brims hf. í útgerðinni, fyrir 9,4 milljarða króna.

„Það hefur verið mikil umræða um að Brim hygðist selja þennan eignarhlut, og í framhaldinu fórum við í viðræður um þessi kaup,“ segir Jón Eðvald í samtali við 200 mílur.

Tekur hann fram að hjá FISK hafi menn væntingar um gott og farsælt samstarf við aðra eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar.

Ýmsir möguleikar á samvinnu

Spurður um þau tækifæri sem FISK sjái í Vinnslustöðinni segir Jón að horft sé á uppsjávargeirann.

„FISK hefur lengi haft áhuga á að tengjast með eignarlegum hætti fyrirtæki sem er í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski,“ segir hann. 

„Við náum því með þessum kaupum, en ekki síður finnst okkur þetta spennandi fyrirtæki til að eiga í, og við teljum að til staðar séu ýmsir möguleikar á samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.12.18 272,28 kr/kg
Þorskur, slægður 14.12.18 336,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.12.18 229,98 kr/kg
Ýsa, slægð 14.12.18 223,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.12.18 71,97 kr/kg
Ufsi, slægður 14.12.18 95,86 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 14.12.18 281,58 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.12.18 266,76 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.12.18 Sæli BA-333 Lína
Þorskur 263 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 211 kg
Langa 172 kg
Samtals 857 kg
14.12.18 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Ýsa 275 kg
Langa 203 kg
Þorskur 119 kg
Ufsi 38 kg
Keila 31 kg
Hlýri 18 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 707 kg
14.12.18 Arney BA-158 Lína
Þorskur 4.502 kg
Ýsa 668 kg
Steinbítur 31 kg
Samtals 5.201 kg

Skoða allar landanir »