200 þúsund laxar drápust

Matvælastofnun sagði 53 þúsund laxa hafa drepist í febrúarmánuði.
Matvælastofnun sagði 53 þúsund laxa hafa drepist í febrúarmánuði. mbl.is/Helgi Bjarnason

„2018 er ár sem við viljum segja skilið við,“ segir Kristian Matthíasson, framkvæmdastjóri Arnarlax, vel meðvitaður um að árinu er enn ekki lokið.

Á þessum orðum hefst umfjöllun norska laxeldisfréttavefsins iLaks.no um erfiðleika Arnarlax undanfarin misseri.

Athygli vekur að greint er frá því í greininni að 200 þúsund laxar hafi drepist í eldi fyrirtækisins í febrúar, en í svari Matvælastofnunar við fyrirspurn í lok þess mánaðar sagði að 53 þúsund laxar hefðu drepist, og hafa hærri tölur ekki birst fyrr en nú.

Til sam­an­b­urðar má geta að á ár­inu 2016 voru veidd­ir á stöng í öll­um ís­lensku laxveiðián­um 53.600 lax­ar.

Ástæðan fyrir óhappinu var óveður sem olli því að gat kom á eina kví eldisins. Tæma þurfti kvína og færa fiskinn annað, en aðstæður voru slæmar til aðgerða.

„Þetta var stórslys sem kom fyrir okkur þarna,“ segir Kristian.

„Hefði verið hægt að forðast slysið?“ spyr blaðamaður iLaks.

„Allt er hægt að forðast. Við þurfum að koma okkur í stöðu þar sem við njótum meiri heppni en óheppni,“ svarar Kristian.

Markmiðið er að útrýma nýrnasjúkdómi sem hrjáir laxinn.
Markmiðið er að útrýma nýrnasjúkdómi sem hrjáir laxinn. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þrálátur nýrnasjúkdómur

Laxinn sem fluttur var þoldi illa flutninginn þar sem hann var þegar sýktur af nýrnasjúkdómnum BKD, alvarlegum og þrálátum sjúkdómi sem bakteríur valda. Sjúkdómurinn er í umfjölluninni sagður hafa hrjáð eldi Arnarlax frá upphafi.

„Fiskurinn var veikburða vegna BKD. Maður getur auðvitað velt því fyrir sér hvort fiskurinn hefði þolað flutninginn betur hefði hann verið í toppástandi. Hver veit,“ segir Kristian og bætir við að undanfarin tvö ár hafi verið á áætlun að útrýma sjúkdómnum í kvíum fyrirtækisins.

„Við erum komin eitthvað áleiðis en erum ekki alveg komin að endamörkum. Markmiðið er að framleiða BKD-lausan fisk.“

Kristian viðurkennir að vandamál á borð við þetta hafi slæm áhrif á orðspor fyrirtækisins.

„Við megum ekki við fleiri svona atburðum. Ef við forðumst svona atvik, þá höfum við ekki neikvæða ímynd. Við verðum að kenna okkur sjálfum um, það erum við sem höfum gefið dagblöðunum eitthvað til að skrifa um.“

Kristian segir marga blaðamenn vinna einatt að því að búa til neikvæða hluti um fyrirtækið, og að því sé ekki leyft að koma sínum sjónarmiðum að.

„Þetta er mikið af lygum og hefur ekkert með raunveruleikann að gera.“

Íslenska kokkalandsliðið að störfum.
Íslenska kokkalandsliðið að störfum. Ljósmynd/Hörður Ásbjörnsson

Skellur fyrir almannatengslin

Máli er þá vikið að kokkalandsliðinu, sem sleit kostunarsamningi sínum við Arnarlax aðeins skömmu eftir að hann var undirritaður í kjölfar þess að fjöldi kokka úr landsliðinu mótmælti samningnum.

Kristian segir að slit samningsins, sem studd voru meðal annars þeim rökum að fyrirtækið hefði vanefnt skyldur sínar, eigi ekki við rök að styðjast. Rifjar hann svo upp undirritun samningsins.

„Við tökum mynd af okkur saman með kokkalandsliðinu. Allir eru rólegir og ánægðir. Næsta dag tekur landsliðið sig til og segir að við séum umhverfissóðar og að við viljum bara eyðileggja íslenska náttúru,“ segir Kristian.

„Þvílík synd að þessir ungu og hæfileikaríku kokkar fari inn í pólitískan leik um það hvort við eigum að hafa laxeldi á Íslandi eða ekki. Það er ógnvekjandi að þeir taki þessa pólitísku afstöðu, og það verður erfitt fyrir þá að tryggja sér fjárstuðning í framtíðinni.“

Hann segir málið hafa verið skell fyrir fyrirtækið hvað varðar almannatengsl og að búið sé að ráða almannatengslaráðgjafa.

Tekið skref aftur á bak

Kristian bendir á að mikil andstaða sé við laxeldi á Íslandi.

„Sérstaklega af hálfu ýmissa hagsmunasamtaka, sem drifin eru áfram af laxveiðimönnum. Umræðan er ekki jafn djúp og við sjáum í Noregi, og það er fjöldinn allur af mýtum sem leyft er að lifa áfram. Þetta er erfitt umhverfi til að starfa í.“

Árangurinn á þessu ári lítur ekki vel út vegna slyssins í febrúar að sögn Kristians, en segir að það hafi verið viðbúið í kjölfar þess. Hann segir 2018 vera meðalár.

„Á síðasta ári náðum við markmiði okkar um að framleiða tíu þúsund tonn af fiski. Við höfum ekki náð að byggja á því. Við neyddumst til að taka skref aftur á bak, á sama tíma og við eigum að vera að taka skref fram á við.“

Útlitið er þó ekki alslæmt.

„Sautjánda kynslóðin lofar góðu og við byrjum slátrun í nóvember. Það hefur verið góð framleiðsla og við hlökkum til að skila betri tölum.“

Ekki náðist í forsvarsmenn Arnarlax við vinnslu fréttar mbl.is.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.10.18 318,69 kr/kg
Þorskur, slægður 23.10.18 299,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.10.18 294,28 kr/kg
Ýsa, slægð 23.10.18 273,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.10.18 113,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.10.18 118,52 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.18 124,00 kr/kg
Gullkarfi 23.10.18 238,36 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.10.18 346,00 kr/kg
Blálanga, slægð 22.10.18 232,58 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.10.18 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 2.134 kg
Samtals 2.134 kg
23.10.18 Björn Hólmsteinsson ÞH-164 Þorskfisknet
Þorskur 788 kg
Ufsi 34 kg
Samtals 822 kg
23.10.18 Kristinn ÞH-163 Þorskfisknet
Þorskur 397 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 530 kg
23.10.18 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 2.044 kg
Samtals 2.044 kg
22.10.18 Hafursey ÍS-600 Plógur
Ígulker 413 kg
Samtals 413 kg

Skoða allar landanir »