Athugasemdir gerðar við frummatið

Guðmundur Kristjánsson, eigandi Brims og stór hluthafi í HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, eigandi Brims og stór hluthafi í HB Granda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Athugasemdir hafa verið gerðar við frummat Samkeppniseftirlitsins á máli sem tengist breytingum á yfirráðum í HB Granda. Greint var frá því í morgun að eftirlitið teldi að um væri að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum ef frummatið væri á rökum reist. Greindi Fréttablaðið frá málinu í morgun.

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beinist að viðskiptum Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, en Brim sem er í hans eigu, keypti stóran hlut í HB Granda í vor. Tók hann við sem forstjóri HB Granda í júní, en á sama tíma var hann eigandi um þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Þann hlut seldi Guðmundur hins vegar í gær til FISK seafood.

Í frummatinu er sagt að það kunni að leiða til brota á sam­keppn­is­lög­um að aðal­eig­andi Brims sé for­stjóri HB Granda. Þá geti það einnig leitt til brota að hann hafi sem aðaleigandi Brims einnig setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar. Það sé var­huga­vert í sam­keppn­is­legu til­liti að sami aðili og eigi allt hluta­fé í einu fé­lagi, sé á sama tíma for­stjóri fé­lags á sama markaði og stjórn­ar­maður í því þriðja.

Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu vegna fréttaflutnings af málinu segir að rétt sé að taka fram að endanleg niðurstaða í málinu liggi ekki fyrir. Frummatið hafi verið sett fram til að gefa hluteigandi aðilum tækifæri til þess að bregðast við og koma skýringum og sjónarmiðum á framfæri. Frummatið geti breyst í samræmi við þær athugasemdir. „Aðilar málsins hafa nú komið á framfæri skýringum og sjónarmiðum vegna málsins, þ.á.m þess efnis að Guðmundur var genginn úr stjórn Vinnslustöðvarinnar þegar athugun Samkeppniseftirlitsins hófst,” segir meðal annars í tilkynningunni.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.12.18 353,19 kr/kg
Þorskur, slægður 12.12.18 386,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.12.18 292,56 kr/kg
Ýsa, slægð 12.12.18 287,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.18 123,57 kr/kg
Ufsi, slægður 12.12.18 110,71 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 12.12.18 270,48 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.18 192,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.12.18 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Þorskur 126 kg
Ýsa 117 kg
Steinbítur 10 kg
Langa 8 kg
Samtals 261 kg
12.12.18 Tjálfi SU-063 Dragnót
Ýsa 392 kg
Þorskur 129 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 532 kg
12.12.18 Sólrún EA-151 Lína
Ýsa 3.756 kg
Þorskur 1.652 kg
Samtals 5.408 kg
12.12.18 Dagrún HU-121 Þorskfisknet
Þorskur 1.531 kg
Samtals 1.531 kg

Skoða allar landanir »