Gera strandhögg í austri og vestri

Freyr segir að þjónustan skipti öllu máli í samkeppni við …
Freyr segir að þjónustan skipti öllu máli í samkeppni við önnur fyrirtæki. „Það er það sem þetta gengur út á.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

Gengið hefur ágætlega það sem af er ári hjá KAPP ehf. í Garðabæ, segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stofnandi. Fyrirtækið selur, þjónustar og framleiðir kælibúnað, meðal annars til notkunar í sjávarútvegi.

„Við höfum verið að ná fínum árangri í Rússlandi og eins í Bandaríkjunum. Við erum að fóta okkur á nýjum mörkuðum og erum komin með sterka umboðsaðila sem hafa góða þekkingu á þessum mörkuðum, sjá tækifærin með okkar búnað og hafa rétt tengslanet,“ segir Freyr í samtali við 200 mílur og bendir á að Bandaríkin séu dæmi um glænýjan markað fyrir fyrirtækið.

„Þar höfum við verið að sækja inn á kröfuharða viðskiptavini sem sjá niðurkælingarhraðann á sínu hráefni í nýju ljósi þ.e.a.s. að hráefnið sé kælt hratt niður, á eins skömmum tíma og mögulegt er.“

Í Rússlandi hafi þá myndast mikil tækifæri eftir að farið hafi verið að horfa í auknum mæli á framleiðslu ferskra afurða í stað frosinna. „Gæði aflans skipta því meira máli en áður og fyrir vikið er gott fyrir okkur að hafa öfluga tengingu inn á þann markað, sem við höfum nú náð að setja á laggirnar.“

Flaggskip KAPP er vörumerkið OPTIM-ICE, en undir því framleiðir fyrirtækið …
Flaggskip KAPP er vörumerkið OPTIM-ICE, en undir því framleiðir fyrirtækið meðal annars forkæla og ískrapavélar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þungt hljóðið sums staðar

Hjá KAPP starfa 33 manns í Garðabænum og nú er svo komið að allt að 40% tekna fyrirtækisins koma að utan, og fer hlutfallið stækkandi.

„Við höfum meðal annars verið að sinna þjónustu í Busan í Suður-Kóreu, fyrir rússneskar útgerðir, og þróun viðskipta erlendis hefur verið nokkuð góð að undanförnu.“ Hér innanlands sé markaðurinn hins vegar kvikur.

„Það eru ekkert alltof góðir tímar í sjávarútvegi á Íslandi, það verður að segjast. Verið er að herja á útgerðir með háum sköttum og veiðigjöldum og maður finnur það þegar maður heimsækir viðskiptavini, að það er þungt hljóðið í sumum þeirra.“

Flaggskip KAPP er vörumerkið OPTIM-ICE, en undir því framleiðir fyrirtækið meðal annars forkæla og ískrapavélar og selur um víða veröld. „Undir þessu vörumerki einbeitum við okkur að allsherjarlausnum við kælingu á hráefni,“ segir Freyr, en vörumerkinu var komið á fót fyrir nokkrum árum.

Bás KAPP á sýningunni í Sankti Pétursborg, sem Freyr segir …
Bás KAPP á sýningunni í Sankti Pétursborg, sem Freyr segir hafa heppnast vel. Ljósmynd/KAPP

Þjónustan skiptir öllu máli

Freyr segir að fyrirtækið hafi að undanförnu unnið að því að stórauka þekkingu sína á sviði umhverfisvænni kælimiðla. 

Það sem af er ári hafi KAPP til að mynda sett upp fimm CO2 kæli- & frystikerfi, í fiskvinnslum, heildsölum og verslunum. „Stærri ammoníakskerfi eru þó einnig alltaf stór þáttur í rekstri fyrirtækisins og þar höfum við frekar verið að sækja á heldur en að gefa eftir.“

„Við höfum verið að sinna stórum jafnt sem smáum aðilum á markaðinum við hönnun, þjónustu og uppsetningu á kæli- og frystikerfum, og öðrum búnaði þeim tengdum. Á innanlandsmarkaði höfum við sömuleiðis sótt töluvert á og vil ég þakka það áræðni starfsmanna og góðum viðskiptavinum.“

Spurður hvað KAPP reyni að hafa fram að færa umfram keppinauta á erlendum mörkuðum er Freyr snöggur til svars. „Það er þjónustan. Ef þjónustan er ekki góð þá selurðu ekki vöruna þína. Það er það sem þetta gengur út á.

Fyrir okkur er mikilvægt að það sé stuttur þráður á milli okkar annars vegar og viðskiptavinarins hins vegar. Að við séum fljót að bregðast við ef það er eitthvað sem út af bregður, og eins ef menn eru í hugleiðingum – að þá sé auðvelt að nálgast okkur til að fá upplýsingar og þekkingu. Ég veit það fyrir víst að þetta er að selja fyrir okkur. Einmitt þess vegna er mikilvægt að hafa öfluga umboðs- og þjónustuaðila sem með okkur starfa.“

Starfsmenn KAPP og starfsmenn Moretron, umboðsfyrirtækis KAPP í Rússlandi. Frá …
Starfsmenn KAPP og starfsmenn Moretron, umboðsfyrirtækis KAPP í Rússlandi. Frá vinstri: Gregory Pokotilo Moretron, Heimir Halldórsson þjónustustjóri KAPP, Freyr Friðriksson eigandi KAPP, Emilia Bogdanova Moretron og Pavel Poplavisky Moretron. Ljósmynd/KAPP

Vel heppnuð sýning í Rússlandi

KAPP tók á dögunum þátt í alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Global Fishery Forum & Seafood Expo Russia, sem haldin var í Sankti Pétursborg. Freyr segir sýninguna eina af þeim betri sem hann hafi sótt hingað til.

„Við deildum þarna bás með Sæplasti frá Dalvík og eina tegund af þeim OPTIM-ICE ísvélum sem við erum að framleiða, og bjuggum til ísinn á básnum til að sýna þeim sem þangað komu. Það er svo samdóma álit mitt og Heimis Halldórssonar, þjónustustjóra KAPP, sem hefur farið á margar sýningar líka, að sýningin hafi verið virkilega góð og vel heppnuð fyrir okkur.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »