Eldislax hefði náð að hrygna í haust

Fjórir eldislaxar hafa veiðst í íslenskum ám í sumar. Mynd ...
Fjórir eldislaxar hafa veiðst í íslenskum ám í sumar. Mynd úr safni.

Eldislax sem veiddist í Eyjafjarðará í byrjun mánaðarins var að því kominn að hrygna og hefði líklega náð því í haust. Þetta kemur fram í máli Guðna Bergssonar, sviðsstjóra og sérfræðings ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, í Fréttablaðinu í dag.

Fjórir eldislaxar hafa veiðst í íslenskum ám í sumar, svo vitað sé, en Guðni segir að nokkrir fiskar til viðbótar séu til rannsóknar hjá Hafró sem bera einkenni þess að geta hafa verið í eldi. Eldislaxinn sem veidd­ur var í Vatns­dalsá 31. ág­úst var hrygna og við krufn­ingu kom í ljós að hún var með með mjög óþroskaða hrognsekki.

Í Fréttablaðinu í dag er jafnframt haft eftir Einari K. Guðfinnssyni, framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva, að óþarfi sé að hafa áhyggjur af eldisfiski. Segir hann ljóst að atvikið hafi ekki áhrif á lífríki hér við land.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.12.18 264,43 kr/kg
Þorskur, slægður 14.12.18 336,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.12.18 229,02 kr/kg
Ýsa, slægð 14.12.18 223,03 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.12.18 71,97 kr/kg
Ufsi, slægður 14.12.18 95,86 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 14.12.18 281,38 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 14.12.18 257,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.12.18 Hafrún Ís54 ÍS-054 Lína
Þorskur 1.644 kg
Ýsa 412 kg
Samtals 2.056 kg
15.12.18 Jónína Brynja ÍS-055 Lína
Ýsa 261 kg
Langa 209 kg
Þorskur 149 kg
Ufsi 45 kg
Hlýri 16 kg
Steinbítur 16 kg
Karfi / Gullkarfi 9 kg
Keila 2 kg
Samtals 707 kg
15.12.18 Fríða Dagmar ÍS-103 Lína
Þorskur 169 kg
Langa 160 kg
Karfi / Gullkarfi 16 kg
Keila 13 kg
Steinbítur 7 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 370 kg

Skoða allar landanir »