Líður að lokum makrílvertíðar

Makrílveiðar við Keflavíkurhöfn.
Makrílveiðar við Keflavíkurhöfn.

Makrílaflinn á vertíðinni er kominn yfir 110 þúsund tonn en heildarkvóti ársins er 146 þúsund tonn. Farið er að síga á seinni hluta vertíðar og flestar útgerðir uppsjávarskipa nálgast þau mörk að mega flytja það sem er óveitt af aflaheimildum yfir á næsta ár en heimilt er að flytja 10% á milli ára.

Uppsjávarskipin hafa síðustu daga verið austarlega í Síldarsmugunni, nálægt norsku lögsögumörkunum. Góður afli fékkst þar í fyrradag en í gærmorgun voru skipin að leita.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað lýsir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki, makrílvertíð sumarsins á eftirfarandi hátt: „Í fyrsta lagi byrjuðum við veiðarnar seinna en undanfarin ár og í öðru lagi virðist hafa verið minna af makríl hér við landið. Ástæða þess að makríllinn stoppaði lítið við landið er án efa sú að það var minna um átu hérna en verið hefur undanfarin ár.

Veiðarnar þróuðust síðan þannig að þær fóru að miklu leyti fram í Síldarsmugunni en veiðin var misjöfn frá einum tíma til annars. Stundum gekk vel að veiða en stundum þurfti líka að leita töluvert að fiskinum sem gat verið tímafrekt.“

Smátt og smátt hefur dregið úr makrílveiði smábáta við Keflavík, Snæfellsnes og í Steingrímsfirði. Enginn afli hefur borist á land síðustu vikuna. Alls hafa smábátar landað 3.752 tonnum í ár sem er þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra.

Stór og falleg síld

Í vikunni byrjaði Bjarni Ólafsson AK á veiðum á norsk-íslenskri síld fyrir austan land. Skipið kom til Neskaupstaðar með 460 tonn af síld í fyrradag. Aflinn fékkst í tveimur holum í Seyðisfjarðardýpi og segir Gísli Runólfsson skipstjóri í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar að síldin hafi verið stór og falleg. Á landleiðinni hafi þeir séð töluvert af síld 6-8 mílur út af Norðfjarðarhorni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »