750.000 laxar drápust á nokkrum klukkustundum

Hreinsunarstarfi á að ljúka í dag. Mynd úr safni.
Hreinsunarstarfi á að ljúka í dag. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Um 750 þúsund laxar drápust á fáeinum klukkustundum í eldiskvíum fyrirtækisins Bakkafrosts í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en greint er frá henni á vef Kringvarps Færeyja. Ekki er vitað hvers vegna fiskurinn drapst.

Talið er að þörungablómi hafi mögulega átt hlut að máli, en í tilkynningunni segir að vart hafi orðið við nokkrar þörungategundir í sjónum umhverfis kvíarnar á fimmtudaginn síðasta, það er af gerðinni phaeocystis, pseudo-nitzcia og heterosigma.

Þá segir einnig að vitað sé af miklu magni mykju, sem dreift hafi verið á tún í grennd við eldið, og að hluti hennar hafi farið í sjóinn aðeins tvö hundruð metra frá kvíunum.

Fiskurinn var að meðaltali 500 grömm að þyngd og var settur í kvíarnar við Kolbanagjógv í júní, júlí og ágúst.

Eldi hefur verið stundað á staðnum undanfarin þrjátíu ár og er atvikið án fordæma þar. Þá hefur Bakkafrost ekki vitneskju um svipuð atvik í öðrum eldiskvíum síðustu daga.

Hreinsunarstarfi á að ljúka í dag og bendir fyrirtækið að lokum á að fiskurinn hafi verið tryggður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,18 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,87 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,18 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,87 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »