750.000 laxar drápust á nokkrum klukkustundum

Hreinsunarstarfi á að ljúka í dag. Mynd úr safni.
Hreinsunarstarfi á að ljúka í dag. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Um 750 þúsund laxar drápust á fáeinum klukkustundum í eldiskvíum fyrirtækisins Bakkafrosts í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en greint er frá henni á vef Kringvarps Færeyja. Ekki er vitað hvers vegna fiskurinn drapst.

Talið er að þörungablómi hafi mögulega átt hlut að máli, en í tilkynningunni segir að vart hafi orðið við nokkrar þörungategundir í sjónum umhverfis kvíarnar á fimmtudaginn síðasta, það er af gerðinni phaeocystis, pseudo-nitzcia og heterosigma.

Þá segir einnig að vitað sé af miklu magni mykju, sem dreift hafi verið á tún í grennd við eldið, og að hluti hennar hafi farið í sjóinn aðeins tvö hundruð metra frá kvíunum.

Fiskurinn var að meðaltali 500 grömm að þyngd og var settur í kvíarnar við Kolbanagjógv í júní, júlí og ágúst.

Eldi hefur verið stundað á staðnum undanfarin þrjátíu ár og er atvikið án fordæma þar. Þá hefur Bakkafrost ekki vitneskju um svipuð atvik í öðrum eldiskvíum síðustu daga.

Hreinsunarstarfi á að ljúka í dag og bendir fyrirtækið að lokum á að fiskurinn hafi verið tryggður.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.4.19 355,41 kr/kg
Þorskur, slægður 17.4.19 380,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.4.19 354,23 kr/kg
Ýsa, slægð 17.4.19 291,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.4.19 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 17.4.19 125,76 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.19 224,97 kr/kg
Gullkarfi 17.4.19 208,01 kr/kg
Litli karfi 4.4.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.4.19 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.19 Guðmundur Þór SU-121 Grásleppunet
Grásleppa 1.094 kg
Þorskur 204 kg
Ýsa 28 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 1.332 kg
18.4.19 Fönix BA-123 Grásleppunet
Grásleppa 5.289 kg
Þorskur 505 kg
Rauðmagi 61 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 5.859 kg
18.4.19 Sæfari BA-110 Grásleppunet
Grásleppa 3.728 kg
Samtals 3.728 kg
18.4.19 Sindri BA-024 Grásleppunet
Grásleppa 878 kg
Þorskur 22 kg
Skarkoli 22 kg
Steinbítur 6 kg
Tindaskata 6 kg
Samtals 934 kg

Skoða allar landanir »