Valka ræður þrjá nýja stjórnendur

Guðjón Ingi Guðjónsson, Egill Snæbjörn Egilsson og Auður Ýr Sveinsdóttir.
Guðjón Ingi Guðjónsson, Egill Snæbjörn Egilsson og Auður Ýr Sveinsdóttir. Ljósmynd/Valka

Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Auður Ýr ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri

Auður Ýr Sveinsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Völku, en hún hefur undanfarin tvö ár stýrt rekstrarsviði fyrirtækisins. Í tilkynningunni segir að Auður Ýr hafi víðtæka reynslu úr hinu alþjóðlega viðskiptaumhverfi og hafi áður starfað í tíu ár sem yfirmaður gæðastjórnunar, til að mynda við straumlínustjórnun og innri samskipti hjá álveri Rio Tinto í Straumsvík.

Auður Ýr Sveinsdóttir, nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Völku.
Auður Ýr Sveinsdóttir, nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Völku. Ljósmynd/Valka

Enn fremur hafi hún starfað fyrir evrópska gæðastjórnunarfélagið EFQM til margra ára, auk þess sem hún sitji í stjórn Kvenna í sjávarútvegi og Norsk-íslenska viðskiptaráðsins. 

„Sem aðstoðarframkvæmdastjóri mun Auður leiða daglegan rekstur Völku og halda utan um mannauðsmál, stefnumótun og gæða- og öryggismál,“ segir í tilkynningunni.  Auður er með B.Sc.-gráðu í sjávarvísindum frá Coastal Carolina University og M.Sc. í umhverfisefnafræði frá University of Maryland í Bandaríkjunum.

Egill Sveinbjörn Egilsson, nýr vörustjóri vél- og hugbúnaðar hjá Völku.
Egill Sveinbjörn Egilsson, nýr vörustjóri vél- og hugbúnaðar hjá Völku. Ljósmynd/Valka

Egill Sveinbjörn ráðinn vörustjóri vél- og hugbúnaðar

Egill Sveinbjörn Egilsson hefur verið ráðinn í starf vörustjóra vél- og hugbúnaðar. Hann mun hafa lengst af starfað við vöruþróun hjá Össuri á alþjóðlegum vettvangi, eða allt frá árinu 2001, og leitt þar verkefni og teymi. Fram kemur að Egill hafi setið í framkvæmdastjórn rannsóknar- og þróunardeildar Össurar og eigi þátt í fjölmörgum einkaleyfum sem liggja að baki vörulínum fyrirtækisins. Hann hafi þá komið að stofnun Hönnunarmiðstöðvar Íslands árið 2007, tekið virkan þátt í uppbyggingunni, setið þar í stjórn og verið formaður hennar á árunum 2014 til 2016. 

Egill er sagður hafa komið að fjölmörgum verkefnum og nefndarstörfum er viðkemur hönnun á Íslandi, setið í stjórn Félags vöru- og iðnhönnuða og gegnt þar formennsku. Einnig hafi hann starfað um árabil í fagráði Tækniþróunarsjóðs og kennt við Listaháskóla Íslands. Egill útskrifaðist með BA-gráðu frá Design Academy Eindhoven í Hollandi árið 2001 og MBA frá Háskóla Íslands árið 2010.

Guðjón Ingi Guðjónsson, nýr svæðissölustjóri Völku.
Guðjón Ingi Guðjónsson, nýr svæðissölustjóri Völku. Ljósmynd/Valka

Guðjón Ingi ráðinn svæðissölustjóri

Guðjón Ingi Guðjónsson hefur þá verið ráðinn svæðissölustjóri fyrirtækisins, en hann mun hafa víðtæka reynslu úr sjávarútvegi og hafa lengst af unnið að framleiðslu-, sölu- og markaðsmálum. Hann hafi starfað um árabil sem innkaupa- og sölustjóri hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda og að gæða- og framleiðslumálum hjá Nord-Morue, dótturfélagi SÍF í Frakklandi.

Hann hafi þá áður verið framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækisins Sirius og sölustjóri hjá bæði Bacco Seaproducts og Sæporti. Guðjón er menntaður útvegstæknir frá Tækniskóla Íslands og tækniteiknari frá Iðnskólanum á Akureyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 448,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 307,10 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 155,16 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 134,32 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sæfugl ST 81 Grásleppunet
Grásleppa 425 kg
Þorskur 183 kg
Skarkoli 61 kg
Steinbítur 25 kg
Samtals 694 kg
19.4.24 Benni ST 5 Grásleppunet
Grásleppa 3.845 kg
Þorskur 808 kg
Steinbítur 55 kg
Skarkoli 36 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 4.747 kg
19.4.24 Gammur Ii Grásleppunet
Grásleppa 1.224 kg
Þorskur 434 kg
Samtals 1.658 kg
19.4.24 Fannar SK 11 Grásleppunet
Grásleppa 2.677 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 13 kg
Þykkvalúra 4 kg
Skarkoli 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 2.909 kg

Skoða allar landanir »